Saturday, December 06, 2008

Sleiktu á þér olnbogann

Mjá, tónleikarnir gengu ágætlega í gær að undanskildu atvikinu þegar allir kórarnir gleymdu að syngja úúú (nema einhverjir fjórir, þar með talin ég...) á meðan Regína Ósk söng eitthvað erindi í Silver Bells...
Ég er næstum búin að kaupa allar jólagjafirnar:D
Ég er búin að taka 1/1 jólaprófið... Svo er að sjá hversu mikil eða lítil áhrif þessar 3x600mg Íbúfen höfðu á skrifgetu mína.
Ég fór á föstudaginn í bókasafnið í skólanum og valdi e-r þrjár bækur um Land art svo maður geti farið að drífa þessari ritgerð af sem á að skila á mánudaginn. Þegar ég kom á afgreiðsluborðið skoðaði bókasafnsvörðurinn bækurnar og sagði:"Veistu ég veit um alveg slatta af listamönnum sem vinna í Land art" og dró mig að bókahillunum. Þegar bókasafnsferðinni var lokið rétt stóð ég úti í strætóskýli á háum hælum(veit ekki hvernig ég komst þangað, ég þurfti að staulast yfir einhvern móa) með stóra þunga tösku á annarri öxlinni og með tvo stóra hvíta poka í sinni hvorri höndinni með ca. fjórum 2 kílóa bókum ofan í, að hlusta á geðveikt rólegt lag með Ninu Simone.

Tilvitnun vikunnar:"Bíddu, Van Gogh? Er það ekki sá sem beit af sér eyrað?"... Og svo dó ég úr hlátri við tilhugsunina.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

hehehe!

12:51 PM  
Anonymous Anonymous segir:

hey viltu skipta;
ég á eftir að kaupa næstum allar jólagjafir og á 3 próf eftir? :O

hahahaha beit af sér eyrað, væri til í að sjá einhvern prófa það!!! hahaha

1:03 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Ojjjj. vorkenn mér....
Ég er komin með kvef og hálsbólgu ofan í bakverkinn og ég er að vinna á morgun. ég var að vinna í dag og það var ógeðslega erfitt. Reyndar er ég bara að vinna í þrjá klst á morgun en samt... Svo á ég eftir að búa til möppu/eða kaupa til þess að skila seinasta verkefninu á mánudaginn.
Mér líður eins og að í andlitinu sé sérstakt lag einhversstaðar á milli fitulagsins og yfirhúðar bara úr hori...
Kv. Jóhanna

11:03 PM  

Post a Comment

<< Home