Thursday, January 08, 2009

Teikn blómapottsins

Í skólanum erum við í hópavinnu með hinum ýmsu deildum Listaháskólans. Þarna voru settir saman tíu hópar og allir hafa einn leiðbeinanda sem er þekktur listamaður á sínu sviði. Í öllum hópunum eru myndlistanemar, tónlistarnemi, fatahönnunarnemar, grafískir hönnunarnemar og arkitektúrnemar. Alls erum við tólf í hverjum hóp. Á hverjum morgni heldur hver leiðbeinandi fyrirlestur niðri í Sölvhólsgötu(rétt hjá þjóðleikhúsinu) og svo fara allir í sína stofu eftir því í hvaða húsi þeir eiga vera (við, og fleiri erum í Laugarnesi, einhverjir eru í Sölvhólsgötu og svo eru einhverjir í Skipholti). Okkar leiðbeinandi heitir Einar Garibaldi.

Þrettándinn fyrir mér var einstaklegur óhappadagur í lífi mínu. Svo var með mál í vexti að ég byrjaði morguninn um sjöleitið að brjóta blómapott. Hann að sjálfsögðu lenti á gólfinu í nokkrum molum og mold úti um allt. Þar sem ég var að flýta mér að ná strætó bauðst móðir mín góð til þess að þrífa upp eftir hrakfallabálkinn sinn. Í annarri tilraun minni til þess að flýta mér. var ég að ná í einhverja flík úr fataskápnum áður en ég þyrfti að haska mér út í strætóskýli. Þá tókst mér með einhverjum óskiljanlegum hætti að skella skáphurðinni í andlitið mitt. Á þessu augnabliki sem skáphurðin flattu út kinn mína varð mér ljóst að þessu dagur yrði allt annað en góður dagur. Ég komst í strætó í tæka tíð, mér til mikillar undrunar, því ég átti von á því að strætó keyrði framhjá mér á hverri stundu þar sem ég gekk út í skýli. Ég missti heldur ekki af fyrirlestrinum í Sölvhólsgötu og var orðin bara sátt við svo fá óhappastrik á svo löngum tíma. Eftir fyrirlesturinn flýtti ég mér í húsið á Laugarnesvegi með hjálp strætós og var komin í tæka tíð nema hvað þegar ég var komin í stofuna okkar var þar enginn. Þá rifjaðist upp fyrir mér þau fyrirmæli kennarans daginn áður að við skyldum verða eftir í Sölvhóli og skoða vistarverur tónlistanemans í hópnum okkar. Ég tók ákvörðun um að hitta hópinn minn í Skipholti og fór út í strætóskýli. Svo þegar tíu mínútur voru í það að strætó ætti að koma fannst mér það ekki taka því að fara þangað uppeftir þar sem ég myndi mjög líklega koma um leið og þau væru að fara upp í Laugarnes, svo ég ákvað að bíða bara eftir hópnum mínum í Laugarnesi og dunda mér í tölvunum eða eitthvað. Ég beið og beið, ekkert bólaði á fólkinu, tölvurnar voru í ólagi og ég beið þar til klukkan var orðin 12. Þá var skóladeginum lokið og ég flýtti mér heim. Klukkan hálftvö átti ég að mæta hjá sjúkraþjálfaranum og ég átti eftir að fara heim og sækja íþróttafötin(ekki er hægt að teygja á fótum manneskju sem klæðist gallabuxum og ég ætlaði mér ekki að klæðast nærbuxunum einum saman...) Þegar ég var komin á Hlemm rann upp fyrir mér að ég myndi ekki ná því að komast heim með ellevunni og ná í dótið þar sem ég þyrfti að taka sömu ellevu aftur niður á Lækjartorg til þess að ná fjórtán og niður í Héðinshús í Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. Eina lausnin var að taka þrettán langleiðina heim og labba(haltra) þennan kílómeter á ca. korteri til þess að geta náð ellevunni sem þá mætti. Með miklum erfiðismunum náði ég þessu en ég var mjög máttfarin er ég komst inn í ellevuna og hugsaði alla strætóferðina niður í Héðinshús að ég væri að missa af strætó, þó engin hætta væri á því nú.

3 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Vá varð stressuð af að lesa þetta, litli hrakfallabálkur! :)

Mæli með því að þú fáir þér kúl íþróttatösku sem getur farið með þér í skólann híhí.

2:37 AM  
Anonymous Anonymous segir:

jahá sérdeilis viðburðaríkur dagur

3:51 PM  
Anonymous Anonymous segir:

knús og rembingsknús litla systir
Kveðja Svansa

5:09 PM  

Post a Comment

<< Home