Hambó í kvöldmatinn
Fokk... óverdós af súkkulaði... Æl...
Ég og foreldrar mínir ætluðum að skoða sýninguna í 101 gallerí á Hverfisgötu, en þar sem það er sunnudagur var allt lok lok og læs. Við skoðuðum þessi litríku verk Davíðs Arnars í gegnum gluggann, en þar sem verkin eru í raun byggð upp af miklum smáatriðum náðum við ekki alveg réttum fílíng. Maður verður bara að sjá þetta seinna... Þar á eftir skruppum við á Kjarvalsstaði og skoðuðum bæði taflsýninguna og Kjarvalsýninguna(sem er nú öðruvísi en venjulega, því allt sem þeir eiga eftir Kjarval hefur nú verið sett á veggina og eru þeir því þaktir teikningum og málverkum). Hefði reyndar frekar viljað haft tíma til að skoða betur taflsýninguna... Þarna voru allskonar gerðir af taflborðum í ýmsum samhengjum. Eftir að hafa gengið í gegnum Kjarvalssýninguna skelltum við okkur á kaffi og súkkulaðiköku sem kallaði nú ekki allt ömmu sína. Þar á eftir kíktum við í heimsókn til Önnu og Jóa, vinafólks okkar, og var hún Anna, ásamt Rut dóttur sinni, nýbúin að baka súkkulaðibombutertu(sem myndi ekki einu sinni kalla hina súkkulaðitertuna ömmu sína) sem við að sjálfsögðu skeyttum ekki hendinni á móti... Ég meina, það eru nú einu sinni sveltandi börn í Mósambík... En já, eftir kökusneiðina var ekki aftur snúið því maginn í mér er enn að reyna að melta herlegheitin á meðan hann dansar tangódans við þindina... Það veit ég fyrir víst að það þarf tvo í tangó... Plöööööhhggghhh
Ég og foreldrar mínir ætluðum að skoða sýninguna í 101 gallerí á Hverfisgötu, en þar sem það er sunnudagur var allt lok lok og læs. Við skoðuðum þessi litríku verk Davíðs Arnars í gegnum gluggann, en þar sem verkin eru í raun byggð upp af miklum smáatriðum náðum við ekki alveg réttum fílíng. Maður verður bara að sjá þetta seinna... Þar á eftir skruppum við á Kjarvalsstaði og skoðuðum bæði taflsýninguna og Kjarvalsýninguna(sem er nú öðruvísi en venjulega, því allt sem þeir eiga eftir Kjarval hefur nú verið sett á veggina og eru þeir því þaktir teikningum og málverkum). Hefði reyndar frekar viljað haft tíma til að skoða betur taflsýninguna... Þarna voru allskonar gerðir af taflborðum í ýmsum samhengjum. Eftir að hafa gengið í gegnum Kjarvalssýninguna skelltum við okkur á kaffi og súkkulaðiköku sem kallaði nú ekki allt ömmu sína. Þar á eftir kíktum við í heimsókn til Önnu og Jóa, vinafólks okkar, og var hún Anna, ásamt Rut dóttur sinni, nýbúin að baka súkkulaðibombutertu(sem myndi ekki einu sinni kalla hina súkkulaðitertuna ömmu sína) sem við að sjálfsögðu skeyttum ekki hendinni á móti... Ég meina, það eru nú einu sinni sveltandi börn í Mósambík... En já, eftir kökusneiðina var ekki aftur snúið því maginn í mér er enn að reyna að melta herlegheitin á meðan hann dansar tangódans við þindina... Það veit ég fyrir víst að það þarf tvo í tangó... Plöööööhhggghhh
3 Comments:
hahahahah æ greyið ég þekki þessa tilfinningu...aldrei að borða of mikið af súkkulaði :)Það er bara svo erfitt að hætta því súkkulaði er svo hrææææðilega gott :)
Knús Svansa
mmm mig langar í hamborgara eftir að hafa lesið bloggið þitt ;)
Þessar súkkulaðikökur geta sko verið undirförular!!! híhí. Læðast aftan að manni með óheyrilegu kakó og súkkulaðimagni...obbobbobb!! :)
sútttttlaði nammnamm :D
ps. word verification-ið mitt er: ,,sukkd"
súkkulaði? haha
Post a Comment
<< Home