Tuesday, October 31, 2006

.

Já það er staðfest, mamma og pabbi ætla að senda mig til Parísar með frönskuhópnum í vor. Einnig er ég að fara þann 26. desember til Danmerkur að hitta Svönsu, Halla og Rakel Köru og svo líka litla barnið sem verður þá nýfætt. Ég er farin að hlakka nett til, en á tilhlökkunina skyggja jólaprófin. Ég er búin í prófunum þann 13. desember og því hef ég nægan tíma til þess að kaupa jólagjafir og svoleiðis. Jólin eru alveg að fara að koma!!!

Ég er ánægð með dagsverkið, mér tókst að skilgreina hugtakið teikningu, en þetta var einmitt verkefni sem við eigum að skila á morgun í myndlist. Þetta fjandans verkefni er búið að hanga yfir hausnum mínum eins og hrægammur alla vikuna og hef ég haft áhyggjur af því að geta ekki skilgreint þetta hugtak!!!!

Égt hef það stundum á tilfinningunni að myndlistakennarinn sé markvisst að reyna að steypa okkur öllum í sama form.... Kassalaga form....

Tuesday, October 24, 2006

Grísk goðafræði.

Ég ætla rétt að vona að þið munið eftir sögunni um hégómafulla drenginn Narcissus og dísina Echo sem okkur var sögð í sögu í 3. bekk. Hér kem ég með aðeins öðruvísi útgáfu.

Sagt er að sjálfselski drengurinn, Narcissus, hafi fyrirlitið þá karlmenn sem báðu hans og því hafi guðirnir lagt á hann bölvun þannig að hann yrði ástfanginn af fyrsta manninum sem hann sæi. Þegar hann var svo að ganga um garð Echoar sá hann tjörn Echoar og sá sína eigin spegilmynd í vatninu. Þá varð hann ástfanginn af spegilmyndinni, var þar dag og nótt og vék ekki frá þessum yndislega manni sem þarna sást í vatninu. Einn daginn kom Echo að hitta hann og þá kallaði hann "Alas, Alas", eða "loksins, loksins", og hún svaraði honum á sama hátt. Hljóðlega féll hann niður og dó. Dísirnar hörmuðu dauðsfall hans og settu upp bálköst þar sem átti að brenna líkamsleifar hans. Það eina sem varð eftir í stað bálkastarins sem var uppbrunninn var lítið blóm með hvít krónublöð og fjólubláa miðju og því var blómið nefnit eftir honum, Narcissus.

Til þess að sjá meira um Narcissus og blómið og allt sem því tengist er ykkur hér bent á þennan link.

Monday, October 23, 2006

News update

Jámm, ég fór í bíó í gærkveldi, á þeim tíma sem ég hefði átt að vera að læra undir stærðfræðipróf, en það var allt í lagi, vegna þess að kennarinn ákvað að fresta prófinu, já stundum borgar það sig að sleppa því að læra heima... Pælið ef ég hefði eytt öllum gærdeginum í að læra undir þetta stærðfræðipróf og svo komist að því að þessum tíma hefði verið eytt í einskis nýtan hlut... Hvað ég hefði orðið reið í dag!!!! Eyjólfur myndi allavega aldrei voga sér að fresta aftur prófi, svo mikið er víst.. hehe.... Ég hefði sko sagt mömmu og allt!!!

Ég var að lesa aftan á umbúðir á topp með limebragði í gær í bíói og þar stendur að´ekki sé ráðlagt að gefa börnum undir 7 ára að drekka svona!!! Þetta var reyndar vítamínbætt og eitthvað svoleiðis, datt í hug að það gæti verið það, samt væri ég til í að fá staðfestingu á grun mínum, eða jafnvel leiðréttingu...
Einnig ákvað aég að skoða umbúðir á Swiss Miss rétt áðan og rak þa´augun í að ekki væri ráðlagt að nota sjóðandi vatn í kakóið, heldur þa´aðeins kaldara!! Af hverju ætli það sé? KLannski til þess að heimskir Kanar fari ekki að brenna á sér innviðin? Eða er það kannski eitthvað allt annað?

En já, ég var að fá fréttir af henni Rakel dúllunni minni... Hún býr, eins og þið vitið í Danmörku í Óðinsvéum. Fjölskyldan var með gesti í heimsókn og Rakle fékk mynd af mér í hendurnar og fannst hún rosa fín. Þá labbaði hún ámeðal gestanna, sýndi þeim myndina af mér og sagði við hverni gest:"Þetta er hún Jóhanna frænka mí, og ég elska hana rosa mikið".
Vá ég er farin að sakna þeirra svo mikið og hlakka óhemju til þess að hitta þau um jólin!... Get varla beðið.

Friday, October 20, 2006

Bland í poka

Það þarf sterk bein til þess að nenna að læra undir stærðfræði, sterkari bein en ég hef....

Kannski ég ætti að borða meira skyr?

Ég á víst að teikna eina mynd á dag í skissubókina í myndlist, en málið er bara það að ég met gæði meira en magn og því myndi það stríða gegn æðri vitund minni að kreista fram eina mynd á dag.. Er ég kannski bara löt?

Svo þarf ég að teikna útsýnið í glugganum mínum. Því miður kemst ég alltaf í stuð þegar það er orðið dimmt, og þá sé ég ekkert út sökum náttblindu. Fokk....Itt....

Ég þarf að mæta í vinnuna á morgun klukkan níu og er að vinna til kl 5. Það er samt gaman að vinna hjá kaffitári, skemmtilegt og skrautlegt fólk sem maður kynnist...

Nostalgía: Mig langar í sumarfrí aftur...

Wednesday, October 18, 2006

Svipting á e-u=frelsi?

Fallegi stílhreini gemsinn minn er búinn að vera týndur í nokkra daga, þ.e. falinn vandlega af yfirvöldum undir framsætinu í burranum, og því hef ég verið svipt rafrænum samskiptum við umheiminn í smá tíma, ef undanskilinn er vefheimurinn og heimasíminn. Það er svo skrítið að þegar gsm-síminn týnist svona skyndilega þá verður heimurinn svo einfaldur og þægilegur, það er t.d. ekki hægt að ná í mann í strætó, það fannst mér langyndislegast- að síminn byrjaði ekki að hringja, með sinni skellu og pirrandi hringingu í strætó. Sérstaklega finnst mér þetta vandræðalegt þar sem ég er með ákaflega hallærislega hringingu á símanum mínum.... Gæti svo sum farið út í breytingar en er viss um að ég myndi ekki þekkja nýju hringinguna er hún myndi hljóma, svo þetta yrði bara enn pínlegra, þar sem ég myndi ganga um eða sitja í strætó, pælandi í því hver í fjandanum þetta væri sem nennti ekki að svara í símann, komandi svo að því seinna að þetta var í rauninni ég!!! En já... mamma fann svo símann þar sem hann faldi sig undir sætinu á Opelnum, ég hafði misst hann úr töskunni minni á laugardaginn þegar við fórum í IKEA....

Þannig má segja að mér hafi hlotnast smá frelsi þegar síminn týndist, eða hvað? Getur svipting á einhverju jafngilt frelsi? Kannski svipting á böndum... Er gemsinn þá bönd? Er ég allt of heimsspekileg?

Monday, October 16, 2006

Squiiing

Það er nú svo skrítið með hana mig, að eins og þið vitið, þá er ég alltaf kölluð mínu fyrra eiginnafni: Jóhanna, nema af einhverjum aula-gemsum sem kalla mig Jóhönnu Maríu!!! Svo þegar ég skrifa nafnið mitt, t.d. á greiðslukvittanir eða ef ég er að merkja eitthvað blað, þá finnst mér ég alltaf þurfa að hafa Maríu-nafnið með, það finnst mér ákaflega undarlegt... Er þetta líka svona með ykkur?

En já, ég er rosa ánægð með klippinguna mína, finnst þó pirrandi þegar fólki segir:"Flott klipping! Þetta er svona Victoríu Beckham klipping".... "Nei" segi ég bara, ég VIL EKKI líkjast Victoríu Bekcham!!! Þetta er mín eigin klipping og ég var sko EKKI að reyna að líkjast Posh-inu!!! Mér til málsbóta þá vissi ég ekki að Vikkí pikkí var með samskonar klippingu, en hún verður víst að láta sig hafa það að vera með svipaða klippingu og ég, blessunin! Ég ætla sko ekki að láta undan fyrir einhverju spæseríi!!! Ónei! Það er hennar mál ef hún er með samskonar "kött" og ég og verður hún bara að láta undan sjálf ef hún er eitthvað sár eða hefur eitthvað á móti mér!

Æji, þetta frönskuverkefni fer að verða dálítið þungt, allaveganna þegar ég er með það á bakinu! Ætti að vera búin að skila þessu fyrir löngu... Ég bara nenni ekki að gera umsögn um leiðinlega og tilgangslausa mynd(s.s. um fótboltaleik þar sem myndavélum er snúið að Zinedine Zidane), sérstaklega þar sem ég þarf að útskýra af hverju mér þótti hún vera tilgangslaus!!! Hvernig er hægt að útskýra að eitthvað sér tilgangslaust? Hlutir eru tilgangslausir vegna þess að þeir þjóna engum tilgangi og því er erfitt að finna eitthvað um hlutinn(myndin, í þessu tilfelli) sem gerir hann tilgangslausan!!!

Sunday, October 15, 2006

Dauðasynd-Reiði? Mér er alveg nákvæmlega sama!

Nú er ég víst orðin reið aftur!!! Ástandið er svo...

Allavega, reiðivaki minn er í formi tveggja heimskra prakkara-krakka-fífla!!!
Ég og hún móðir mín vorum að sjoppa kjól fyrir árshátíðina og komum við í Kaffitári að sníkja kaffi. Við spjölluðum smá við hann Þórhall sem þá var að vinna. Hann sagði okkur að það hefðu tvö strákafífl, ca 9 ára, verið að pirra hann við afgreiðslu og þegar Þórhallur fór inn í kompu til þess að láta reiðina renna af sér, ákváðu strákafíflin að beina stríðni sinni á viðskiptavini. Þeir ákváðu að það væri alveg ógeðslega sniðugt að hrækja ofan í kaffibollann hjá konu einni, og gerðu slíkt hið sama! Svo fannst þeim greinilega ekki nóg komið og gengu upp að aumingja konunni og HRÆKTU framan í hana!!!!! Djöfulsins ógeð eru þetta!!! Ég er svo reið sérstaklega fyrir hönd konunnar, nýsest niður á kaffihús með góðan kaffibolla í hönd, og fær svo viðbjóðslegt krakkaslef, útatað í ís og ógeði, framan í sig!!! Vá ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvað ég myndi vilja gera til þess að refsa þessum fíflum!!! Og ef ég myndi skrifa eitthvað að því niður núna þá væri það miður smekklegt þannig að ég sleppi því bara, ef mér skyldi detta eitthvað í hug!!!

Hvernig fer maður að því að gera svona, hvernig er hægt að láta sér detta slíkt í hug? Það væri heldur gróft að kenna foreldrum um, eða því að annar strákurinn hefur espað hinn upp og gagnkvæmt... Ég bara skil þetta ekki! Hvað er hægt að gera svo þessir krakkar verði að siðmenntuðu og heiðvirðu fólki?

Saturday, October 14, 2006

Jólin í Ikea

Ef þið viljið hlusta á flottan jóla-vetrar geisladisk um jólin, þá mæli ég með Vetrarljóð með Ragnheiði Gröndal!!! Ótrúlega flott hjá henni.
Þþetta kom út í fyrra eða hitteðfyrra.... Svo stendur Hipsters holiday ávallt fyrir sínu... "Oogie Woogie Santa Claus"!!!

Eins og þið fáið vott af þá er ég komin í smá jólaskap, það er því að þakka að ég fór í humungous Ikea með mömmu og Helgu um daginn og við löbbuðum alla fjandans búðina á enda... Þetta er Risastórt!!! Lá við að maður þyrfti að hafa kort af búðinni þar sem það var auðvelt að týnast!!! Auðveldlega kæmist fyrir strætókerfi inni í búðinni og væri það ekki alveg óþarft skal ég segja ykkur!!! "Einn miða í ljósadeildina takk fyrir".... hehe..

En já, þessi göbutúr tók ekki meira né minna en um það bil, eða svona í kringum, einn og hálfan klukkutíma!!!(með átstoppi)... Já.. Ekki meira að spjalla um í dag.. Sjúmst seinna:) Hittumst heil!!!

Friday, October 13, 2006

Árleg hátíð

Árshátíð skólafélagsins var haldin í gær með pompi og pragt... Þemað var seinni heimsstyrjöldin og var þetta bara nokkuð flott þema, þó sumir í skreytinganefndinni hafi misst sig aðeins í stríðsádeilunni... Fyrirpartíið í okkar bekk var að sjálfsögðu "ðe pleis to be"!!! Á ballinu var Magni að þenja raddböndin og einhverjir teknórassalingar að þeyta skífunum, sem betur fer í öðrum herbergjum... Svo maður komi með smá uppástungu fyrir fólk sem er að drekka... Hættið að þykjast vera drukknari en þið eruð, það er bara asnalegt og maður sér samstundis í gegnum það!!
Eina leiðin til þess að skemmta sér vel er sú að vera í góðra vina hópi og kunna að hlægja, það þarf ekkert endilega áfengi!!! hehe... Margir sem eru ósammála mér í þessu, en þetta er satt!!!
Málið er að fara eftir fyrirpartíið og fá sér ís í skeifuísbúðinni, koma svo öll út í súkkulaði á ballið í góðum fíling og dansa af sér kalóríurnar!!!!! Held nú að þetta sé orðin fastmótuð hefð hjá okkur píunum enda var það ekki amalegt að komast í smá orku til þess að halda út ballið!!! hehe.. :)

Saturday, October 07, 2006

Dagur á tárinu

Ég elska Kjöltutólið mitt hahahaha

Ég þar faðl æra svo mikið á morgun!! :( gráááááát..

Það var ofboðslega mikið að gera í vinnunni í dag...
Það kom einhver spánverji á kaffitár í dag og pantaði: tres cafe... no... no vodka, tres cafe moi bien... Jan, sá sem afgreiddi gaurinn sagði :haaa? we don't sell alcohol here...
spánverjinn varð pirraður að Jan skildi hann ekki og sagði: "tres cafe, eh.. no cogniak, no vodka, tres cafe moi bien".... Jan var ekki viss um hvort að gaurinn væri að meina að hann vildi þrjá kaffi með einhverju, nema bara ekki koníaki eða vodka, eða hvort hann vildi þrjá venjulega kaffi, eða trjá kaffi með áfengi í... og spurði aftur hvað hann væri að meina... Þetta gekk svona þangað til Jan rétti honum bara þrjá bolla og sagði að hann gæti bara sótt kaffi á brúsann og þetta kostaði 750 kall... Kallinn borgaði, tók bollana og strunsaði að kaffibrúsunum og sótti sér kaffi, svo gargaði hann eitthvað á Jan og settist með fjölskyldu sinni!!!
Jan sagði bara:"Hvers er að vænta ef þú ert spánverji, sem talar enga ensku eða hvað þá íslensku,-bara spænsku, kemur svo til íslands þar sem næstum engin áhersla er lögð á að kunna spænsku og ferð að æsa þig út af skilningsleysi þegar þú pantar þér kaffi??" Uff, þEtta var samt svl+ítið fyndið, sérstaklega þar sem Jan æsti sig aðeins of mikið út af þessu hehehe

Tæknin er að stíga mér til höfuðs

Ég er komin með flottustu tölvu sem ég hef séð!!! Geðveikur Labtop, geðveikur skjár sem er tengdur við labtoppinn og því hef ég tvo skjái... Get verið að vinna í tveimur documentum í einu og séð bæði!!!! Roooosa flott, þið verðið bara að koma og sjá!! haha :)

Wednesday, October 04, 2006

Annasamur miðvikudagur!

Rosalega var ég eitthvað virk í dag!!! Var ég alveg ofboðslega dugleg í verklegri líffræði í dag, að mínu mati, þar sem þetta er síðasti tíminn á miðvikudögum er maður venulega rosalega þreyttur, en nósörrí bobb... Svo beint á eftir fór ég á Frakklandsfundinn... Stelpur, þið meigð koma með ef það er pláss.. Gleymdi að spyrja um hvort þið mættuð vera með í fjáröfluninni, það hlýtur samt að vera! svo beint eftir það, um hálf fjögur mætti ég á smá upphitun í kórnum því um fjögur áttum við að syngja á ráðstefnu félagsráðgjafa!!! Þetta gekk bara nokkuð vel, þó eitt lagið sem við sungum hafi verið allt of hratt haha... En já, eftir það, um tíu mínútur í fimm mætti ég hress og kát á Þjóðminjasafnið og fékk undanþágu við að taka myndir inni í safninu.. Þetta er venjulega bannað sko.. noh, sko mína! En jám... Konurnar á safninu voru ofboðslega almennilegar við mig og voru meira en fúsar til þess að fræða mig allt um Sigurð Guðmundsson málara-í sambandi við myndirnar sem ég var að taka þá voru þær fyrir fyrirlestur um ofantalinn listamann... En þar sem safnið átti að loka klukkan fimm höfðu konurnar engan tíma til þess að fræða mig frekar, svo ég haskaði mér burtu eftir að hafa fengið að taka myndirnar, án flass að sjálfsögðu... svo kom ég heim og lærði upp á eigin spýtur að hlaða inn myndum inn á tölvuna, og lagaði þær meira að segja sjálf í einhverju forriti, þær voru nefnilega svolítið dökkar vegna flassleysis!!! En já svo þetta reddaðist allt saman! :D

Ég mæli með geisladisknum "Dear Catastrophie Waitress" með Belle&Sebastian... Ekkert nema tær snilld þar á ferð!! Takk Oddný fyrir að vísa mér á hann, ef þú sérð þetta blogg :)

Tuesday, October 03, 2006

Smá innsýn í listaverk

Hvað er að frétta af mér þessa vikuna??? Ég skal nú bara segja ykkur það... Ég var í prófi í dag í jarðfræði og gekk bara nokkuð vel...Spái 7..
Fórum við listaspírurnar í myndlistavali eftir skóla kl 15:00 á tvö listasöfn, annað var listasafn ASÍ við Freyjugötu rétt hjá Hallgrómskirkju, þar sem við sáum mjög merkileg verk þ.á.m. stöpla með strokleðri á... Strokleðrin, sagði listamaðurinn, að væru tákn fyrir eina mynd í einu þar sem hún notaði alltaf eitt strokleður fyrir ákveðna teikningu og geymdi svo. Allt í allt voru þetta 14 stöplar með strokleðri á og var það elsta 8 ára gamalt. Ekki amalegt það.. En já, hitt listasafnið var með sýningu á verkum Hildar Bjarnadóttur, sú sem vann sjónlistarverðlaunin, og voru þar þrjár syrpur af femínskum, nostalgískum, gamaldags verkum. Var sú fyrsta s.s. einskonar vefnaðarverk úr hör(sem notaður er í fínni málningastriga) og vafði hún einskonar borðdúka, þessa með köflótta mynstrinu, og strekkti yfir ramma... Svo var önnur syrpa s.s. gylltir rammar með litlum smásögum. Þessar smásögur voru eins konar gullkorn úr lífi áttræðrar konu, sem hafði verið góð vinkona móður hennar, og hafði hver saga sinn boðskap. Þó voru sögurnar sjálfar ekki aðalatriðið. Síðasta syrpan og jafnframt sú þriðja voru þrjár postulínsstyttur af tveim ömmum hennar og einni systur ömmu hennar. Allar höfðu þær einhvern hlut sem einkenndi líf þeirra á einkvern hátt. Þetta átti ða tákna svona einhverskonar "lágmeningu" þar sem postulínsstyttur eru oft taldar vera fjöldaframleiddar í Taiwan... á báðum söfnunum töluðu listamennirnir sjálfir við okkur og fengum við að veita hver alvöru túlkunin var á bak við verkið!!! Því miður man ég ekki hvað listakonan á fyrra safninu hét... Allavega ekki í augnablikinu.