Saturday, July 29, 2006

Woohoo... Njúv djobb....

Fyrsti vinnudagurinn í Kaffitári er yfirstaðinn og tel ég mig hafa staðið mig með ágætum(það var rosalega lítið að gera sögðu þau sem voru að vinna með mér). Ég var að mestu leiti í að hlaða uppþvottavélina(hún var ekki nema u.þ.b. mínútu að þvo upp, þvílík snilld). Svo var ég að þurrka af borðunum og sækja kaffibolla. Ég fékk einnig að rista beyglur og framreiða þær. Ég sem sagt þeystist um fram og til baka, upp og niður í sex klukkustundir. Auk þess skein sólin inn um glerveggina og lét mig svitna soldið í leiðinni. Satt best að segja var þetta kærkomin tilbreyting frá endalusri setu við kassa í Hagkaup, enda er ég alveg gjörsamlega búin í fótunum og fékk ég illt í fæturna við það eitt að lagga út í strætóskýli.. Kannski Hjörtur(Bambi) leyfi mér að afgreiða eitthvað á morgun... Ég fæ líklegast þó aldrei að búa til kaffi vegna þess að ég verð hvort eð er að vinna svo lítið í sumar og með skólanum. Mig langar það samt einhverntíma og hver veit? Kannksi fæ ég einhvern tíma að búa til kaffi....

Dead man's chest(bringa/kista dauða mannsins)

Ég fór í bíó á fimmtudaginn klukkan 20:30 með Helgu+Daða og Þórfannari+Maríu(Þórfannar og María eru vinir Helgu og Daða). Við sáum Pirates of the Carabean (Carobbean) í Háskólabíói. Ég og Helga skunduðum á undan hinum inn í sal að ná sætum, völdum okkur sæti við hliðina á inngagninum þar sem sex sæti voru í röð og höfðu strákarnir stórt pláss fyrir fæturna sína, enda stórir og langir drengir hér á ferð. Sætaskipanin var á þessa leið:
Þórfannar María Daði Helga Ég (autt pláss). Áður en myndin byrjaði og þegar fólk hrannaðist í salinn uppgötvaði Daði að hann sá ekki fyrir gaurnum sem sat í efstu röð áður en kemur að innganginum, svo hann færði sig í sjötta sætið við hliðina á mér og skildi eftir autt pláss á milli Helgu og Maríu. Svona var sætaskipanin í fyrri helmingi mydndarinnar. Þarna sat ég á milli Helgu og Daða og hindraði allt sem ósæmilegt teldist. Í hléinu saknaði Daði Helgu svo ég og Helga skiptum um sæti og er nú sætaskipanin á þesa leið:
Þórfannar María (autt pláss) Ég Helga Daði. Á meðan seinni helmingi stóð höfðu allir einhvern til að halda utanum, Þórfannar og María; Helga og Daði; Ég og ósýnilegi vinurinn minn.
Og já, meðan ég man, myndin var alveg hreint ágætis skemmtun nema kannski Orlando Blómstur, hann fannst mér dálítið slepjulegur og tilgangslaus.

Haha, ég var að kíkja út vegna þess að ég heyrði í flugeldum. Ég sá flotta flugelda og ég sá líka gaurinn í húsinu á móti mér kíkja út um gluggann... Hann sá ekki neina flugelda vegna þess að þeir sprungu fyrir aftan húsið hans. Múahahaha...

Thursday, July 27, 2006

Smásögur

Köngull einn hékk í trjágrein og velti fyrir sér tilgang lífsins.
Svo kom haustið og hann datt af.
Hann var etinn af einhverskonar dýri og hætti að velta fyrir sér nokkrum sköpuðum hlut.

Pottaplanta sat uppi í gluggakistu og horfði á sólarupprás. Hún horfði á auða götuna og fannst næstum eins og allt væri fullkomlega hljótt og stillt. Allt var svo hreyfingalaust og dautt. Hún velti fyrir sér hvort allir morgnar yrðu svona upp frá þessu og þangað til að hún hætti að blómstra. Hún var blómið og blómið var hún. Laufin og stöngullinn sáu ekki um neitt annað en að umbreyta sólarljósi í orku sem hún gat notað. Hve mörg blóm ætli hafi verið á undan henni? Gæti verið að hún væri fyrsta blómið sem nokkru sinni hefði blómstrað á þessari pottaplöntu. Hve mörgum blómum ætli platan eigi eftir að blómstra eftir líftíma hennar? Gat nokkur svarað þessari spurningu nema stöngullinn? Stöngullinn hafði ekki neitt líf og gat ekki sagt henni neitt, nema að hann var ekkert voðalega hár né sver, allavega ekki jafn mikill og á trénu þarna hinum megin við götuna. Blómið lifði nokkra fleiri morgna, hugsandi um sömu spurningarnar aftur og aftur þar til það framdi sjálfsmorð. Næsta vor kom annað blóm á pottaplöntuna.

Sunday, July 23, 2006

Harpa, þú ættir ekki að lesa fyrsta partinn af blogginu!

1) Ég var í vinnunni í gær á kassanum í Hagkaup og til mín kemur einhver kall... Hann var að kaupa kjöt úr kjötborðinu. Þetta var svona rautt kjöt í hvítum plastbakka og búið var að pakka þessu inn í glærar plastumbúðir. Mér varð hálfflökurt við að sjá þetta vegna þess að blóðið úr kjötinu lak gjörsamlega um allan bakkann!!! Þarna var strikamerki og ég þurfti að renna þvi í gegn til að fá svona "bíp hljóð" og skanna inn vöruna. Strikamerkið var eitthvað lélegt (að sjálfsögðu) og því þurfti ég að halda á blóðbakkanum í smátíma áður en ég gat sett hann frá mér hinum megin á færibandið. Mig langaði mest til þess að fara að kvarta við gaurinn í kjötborðinu og biðja hann vinsamlegast um að setja einhverskonar ógegnsæjar umbúðir á svona vörur....
Ég varaði þig við Harpa mín....

2) Ég þoli heldur ekki þegar fólk kemur á kassann hjá mér með kannski fisk úr kjötborðinu og það er búið að marínera hann í hvítlauskolíu eða eitthvað álíka! Það er alveg fáránlega mikil og sterk lykt af þessu.

3) Talandi um hvítlaukslykt, ég var að ganga framhjá bakaríinu í vinnunni í gær og það var víst verið að baka hvítlauksbrauð... Mér finnst hvítlaukslykt ekkert vond eða neitt svoleiðis, en í þetta skipti varð ég að setja höndina fyrir vitin til þess að falla ekki i yfirlið, vegna þess að þessi hvítlaukslykt var svon megn að maður náði vart að anda án þess að tárast.

Friday, July 21, 2006

Annað andlaust blogg... Sorrý

Ég fór í bíó í gær á Keeping mum með stelpunum.
Frábær mynd í alla staði... Mikið hægt að hlægja, glotta og flissa....
Stelpurnar gerðu grín að mér... Þær segja að ég tali í bíó!!! Mál þeirra sannaðist þegar eitthvað frekar vandræðalegt atriði kom og allir þögðu og glottu... Þá gall upp úr mér:"Úppsss", bara svona til að sýna samúð með persónunni... Þetta bergmálaði náttúrulega út um allan salinn en sem betur fer horfði enginn á mig!!!
Hey.. Ég var að éta svona Hollenska vöfflu með hunangi á og síðasti bitinn leit út eins og fíll!!! Hvað þýðir það??? Að ég sé gráðug? Nei, það getur bara ekki verið. Þá hefði komið svín!!! Það er bara verið að hinta að mér að ég sé minnug... Eða kannski er þetta kaldhæðni og örlögin eru að segja að ég sé óminnug. Vegna þess að í dag þá keypti ég poka fullan af jógúrti og skyri eftir vinnu og svo kom Helga að sækja mig. Við fórum heim til hennar að hlaða niður tónlist á Dúda 2... Ég tók jógúrtpokann og tróð honum inn í ísskápinn hennar. Núna er ég komin heim til mín, er að skrifa þetta blogg og var að átta mig á því að pokinn er ennþá inni í ísskápnum hennar Helgu!!! Shneddí ég!!!!!

Tuesday, July 18, 2006

Bloggedí blogg

Já, ég er búin að segja mínar kveðjur við foreldra mína og sé þá ekki fyrr en einhverntíma í enda ágúst. Þannig er nefnilega mál með vexti að forlegdrar mínir elskulegu ákváðu að fara í einhverja tveggja vikna útilegu í kringum landið og flýta þar af leiðandi kveðjustundinni við litla krúttípúttið sitt... Þangað til ég fer út mun ég búa alein í húsinu mínu og þarf ég að elda minn mat sjálf og þvo þvott (er að þvo mína fyrstu þvottavél einmitt núna). Eldaði pasta í gær með pakkasósu og salati í gærkveldi og smakkaðist þetta jaaa, svona alltílagi, kláraði allavega úr pottinum. til allrar hamingju eru þetta einhverjir stálpottar og því get ég sett þetta beint í uppþvottavélina.. Veiiii ekkert fokkíng uppvask...
Ég fór með Helgu á skólavörðustígnn í 12 tóna sem er tónlistarbúð sem selur aðallega íslenska tónlist og svo einhverja klassíska tónlist og djass og sollis, svona sem maður fær ekkert endilega í Skífunni... Þar fjárfestum við í tvöföldum geisladisk sem innihélt safn af rómantískri klassík spiluð með óbó, handa ömmu okkar sem varð víst 88 ára í dag. Svo eftir það kíktum við á Bankastrætið í blómabúðina þar, Ráðhúsblóm held ég að hún heiti. Þar fengum við dýrindis blómvöndi með bleikum liljum og einhverjum stráum handa hinni gömlu föðurmóður okkar. Svo bauð sú gamla okkur upp á belgískar vöfflur og Apfelstrudel í Perlunni og spjölluðum við um allt og ekkert.
Ég kveð að sinni....

Friday, July 14, 2006

Jahá...

Ég hafði eiginlega fátt lítið til þess að blogga um svo
ég ákvað bara að setja inn myndir sem ég hef verið
að dunda mér með Paint forritinu.

Lalalalalabamba!!!

Ásamt megruninni miklu og fegruninni hefur sparnaðurinn beinlínis farið í vaskinn. Eyddi tíuþúsundkalli í föt um daginn og svo eyði ég morðfjár í samlokur i vinnunni. Frá 95.000 niður í ca. 73.000 kall. Vá!!! Verð víst að fara að vinna meira og svoleiðis sjitt.

Hitti eina sem var með okkur í nýliðunum í björgunarsveitinni. Hún kom á kassann minn að versla! Spurði hvort ég ætlaði ekki aftur að koma í Ársæl. Æ, ég veit ekki. Ég veit að það er soldið ódýrt að fara í björgunarsveitina í tvö ár, fá alla þessa ókeypis þjálfun, og svo bara hætta... Skammast mín soldið... Ég bara hafði eiginlega ekki tíma fyrir þessi endalausu helgarnámskeið með skóla og vinnu! Kannski fer ég einhverntíma seinna þegar ég hef tíma, kannski þegar ég er búin með háskólann og er farið að leiðast í vinnunni!!!

Það er svo stutt þangað til við förum til Marmaris og ég er farin að hlakka alveg gríðarlega mikið til. Ég lét gabbast til að kaupa svona Veet wax-strips til að vaxa á fótleggina!! Það gengur ekki að vera með einhverja brodda á ströndinni! Ónei girl!!

Þangað til næst!!! Adios amigos... Hvernig er þetta sagt á Tyrknesku??? Harpa!!!

Sunday, July 09, 2006

Ónefnt blogg!

Ég fór í bíó í gær! Myndin, sem ég og vinkonur mínar sátum yfir í einn og hálfan klukkutíma og pældum í því hvað væri fyndið við að sjá fólk öskra á hvort annað og rífast, hét "Breaking-up". Þetta fjallar í stuttu máli um par þar sem konan, Jennifer Aniston, þrífur, eldar og planar allt sem þau gera og karlinn, Vince Vaughn, gerir eiginlega bara það sem hann vill gera. Það eina sem ég gat hugsað út alla myndina var hversu mikill fáviti og beikonlöpp þessi gaur var!!! Mér hefði liðið miklu betur ef hún, konan, hefði bara einfaldlega stungið hausnum á honum í handknúna hakkavél og snúið. Hægt!!! Vá, ef úrvalið á stórfiskamarkaðnum stendur á milli karlrembusvína og samkynhneigðra karlmanna þá held ég að það sé best fyrir mig að stefna bara beint á piparjónkuárin!!! Annars er mikil hætta á því að ég, litla saklausa grænkan, gerist morðingi!!! "Tímabundin sturlun" verður vörnin mín!

Saturday, July 08, 2006

Smá tilkynning

Hæ hæ... Mig langaði bara að láta ykkur vita að á gömlu síðunni minni hef ég verið að setja inn smá nýtt eins og að fjölga í vísna/ljóða-bókinni og eitthvað smávegis. Centralið hefur nefnilega einstaka kosti framyfir blogspot og einn af þeim er að það er hægt að búa til undirsíður og skilst mér að það sé ekki hægt hér að blogspot, eða allavega aldrei séð það gert.

Friday, July 07, 2006

Hryssuheilkenni

Dálítið súrt blogg síðast hehe! (Já Eva, ég sá dáltið af mér og breytti "að drepa" í "að kitla til dauða"...)
Loksins hef ég hrist af mér hryssuheilkennið og farið í klippingu. Toppurinn, sér í lagi, var orðinn heldur of síður og orsakaði þetta "hryssuheilkenni". Hyssu/hross-heilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur "hendir" hausnum aftur líkt og hross og uppsker ósjaldan höfuðverk og hálsríg vegna þessa nýtilkomna álags á vöðvum sem sjaldan eru notaðir annars.
Hef það bara stutt í dag! Sjáumst á Tyrklandi, þið hin fáu útvöldu!!!

Tuesday, July 04, 2006

Blogg dagsins í dag, daginn í dag!

Fyrir nokkrum árþúsundum fór ég í ferðalag með Sigga til Eskifjarðar. Það sem vakti athygli mína var að þegar Siggi gerðist blindfullur var ómögulegt að fá hann til að kroppa á mér vörtuna. Þetta olli smá gremju sem varð til þess að ég kitlaði hann til dauða. Ég hefði aldrei sagt neinum frá þessu ef ekki hefði verið fyrir Arthúrssíðuna. Allavega, ég þarf að kaupa eyrnapinna og fara að horfa á nágranna minn. Meira síðar. Heyó!

Skoða hér!

Monday, July 03, 2006

Þvílíkt og annað eins!

Oj, ég þarf að fara í sprautu á eftir fyrir Lifrabólgu A, vegna þess að ég er að fara til Tyrklands... Þetta smitast víst með menguðu vatni og mat. Það kemur sko ekkert inn fyrir mínar varir þarna úti nema það sé kyrfilega sótthreinsað.. haha.
Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn lét okkur ekki einu sinni vita að það væri kannski góð hugmynd að fara í sprautu!!!! Það var eiginlega bara fyrir tilviljun og í rauninni heppni, að einhver snillingurinn í fimmtabekkjarráði spurðist fyrir um þetta við lækni! Þá kom í ljós að það þyrfti víst að fara í sprautuna mánuðu fyrir brottför því hún fer ekki að virka fyrr! Þetta fengum við sms um bara fyrir nokkrum dögum og það eru ca. 27 dagar í brottför!
Ég er mest hneyksluð yfir ferðaskrifstofunni fyrir að hafa ekki einu sinni nefnt að það væri æskilegt að fara í sprautu.
Úrval Útsýn... Skammist ykkar!