Wednesday, June 28, 2006

Ansans vandræði enn og aftur...

Enn á ný vandræði vegna þess að ég var aðeins of lengi að skrifa bloggpóstinn minn, því er nýjasta bloggið HÉR...

Sunday, June 25, 2006

Broke(n)back....

Aldurinn er greinilega farinn að segja til sín... Í bústaðnum var smá um að við fórum út... Við fórum í fjallgöngu og göngutúra. Svo síðasta daginn fórum við í smá ASNA, þ.e. að kasta í körfu og sjá hver hittir oftast í körfuna... Eftir þessa leikfimi settumst við niður á pallinn og fékk ég þá heiftarlega í mjóbakið... Evu fannst tilvalið að prófa einhverja skemmtilega og líklegast alveg nýja aðferð við bakverk og sneri baki sínu í mitt bak og tók með sínum olnbogum utan um mína olnboga... Ég var alfarið á móti þessum aðgerðum og reyndi að komast undan en Eva var staðráðin að gera mig að tilraunadýri!! Þá hífði hún mig upp þannig að hún beygði sig niður og þá flaug ég upp... Eva hrópaði:"Það heyrðist smá brak, ertu löguð í bakinu?". Ég hrópaði dauðskelkuð á móti:"Það brakaði í öxlunum á mér, ekki bakinu, ég er hrædd, og NEI, ég er ekki bötnuð í bakinu, LÁTTU MIG NIÐUR!". Ég er ennþá slæm í bakinu og verð það líklegast í nokkra daga, Eva sagði að ég skyldi fara til hnykkjara,:"það er svona gaur sem nuddar ekki heldur lætur braka í þér!!".... Eh, sama og þegið, hef hingað til getað brakað í sjálfri mér enda mikið brakundur hún ég. Ég get brakað í hnjánum, öllum puttunum, öllum tánum, bakinu, hálsinum, kjálkanum, úlnliðunum, "fótaúlnliðunum"(man ekki orðið í augnablikinu), og ég held að það sé bara komið!!! Komið gott í dag!!!

Friday, June 23, 2006

Leggjum bönn á Aftersönn

Yellow allir saman.... Hvað segiði gott í dag kæru félagar? Það er búið að vera svo dásamlega gtt veður síðustu daga og vonandi helst þetta fram á a.m.k. sunnudag.. Krossleggjum puttana...
Kláraði 5. Narniu bókina...
Hvað er eiginlega langtí að við förum til Marmaris?? Með næsta launaseðli mínum fæ ég orlofsuppbót (líklegast bara einhver 2000 kall) gaman gaman, það er alltaf gaman að fá pening!

Ég las einhverja grein í mogganum (við hliðina á teiknimyndasögunum) að einhver gaur er kominn með nýyrði yfir "After sun"... Hann/hún vill kala það brunabótakrem og þykir mér það hreinasta snilld og mjög nothæft orð. Reyndar hefur það fleiri atkvæði en orðið "sjálfrennireið" og allir vita nú hvernig það orð fór!!! Beint í vaskinn!!! Veit samt ekki hvort það var atkvæðafjöldinn sem fargaði orðinu eða sú staðreynd að þetta er afskaplega leiðinlegt orð, en ef síðari ástæðan er sú sanna þá á brunabótakremið sér ágætar lífslíkur. Það hefur a.m.k. smá "sjarma" yfir sér þar sem það er smellið og ekker voðalega óþjált!! Brunabótakrem/Aftersönn??? Nei, það fyrra er betra og íslenskara, eru ekki allir sammála mér???

Eftir að sólin hefur stungið
og svo brennt af þér alla húð
Endalaust getur þú sungið
Því brunabótakremið er svo god....

Ekki flottur auglýsingafrasi?

Thursday, June 22, 2006

Ofmetinn blásibelgur, hann Lewis kallinn???

Labbaði Laugarveginn(þann stutta) í dag í blíðunni með systrum mínum. Fann gjöf handa Evu. Fékk mér Frappuchino á Te&kaffi, sem var þess valdandi að ég fékk "brainfreeze". Fór í vinnuna og tók áskorun einnar sem vinnur með mér og teiknaði Catwoman og Superman að giftast, það var sem sagt ekkert voðalega mikið að gera í vinnuni... Mér er farið að finnast ég vera búin að vinna þarna aðeins of lengi, helsta vísbendingin er sú að ég þarf varla lengur að glugga í grænmetishandbókina til að sjá númerin á skrítnu ávöxtunum!!! Ég er búin að lesa bækur nr. 1,3 og 4 í Narniu 7-lógíunni, er á þeirri fimmtu og vonst til að klára hana í kvöld. Þetta eru ekkert sérstakar bækur, ekkert voðalega spennandi, það eru allir einum of heppnir eins og í bókinni sem ég er að lesa núna þá var fólkið úti á rúmsjó og risastór ormur réðst á þau. Þeim tókst að bola honum í burtu og ormurinn ákvað að endurtaka ekki aftur morðtilræðið... Útskýring rithöfunds(C.S. Lewis ef einhver vissi það ekki) var sú að ormurinn var heimskur!!! Af hverju ekki að byggja upp smá meiri spennu, það hefði verið auðvelt að moða eitthvað aðeins meira úr þessu efni fannst mér...Svo eru fullt af öðrum tilvikum sem auðvelt hefði verið að gera ögn meira spennandi en einhvernveginn endar allt í loftinu og lendir aldrei.... Svo er að sjálfsögðu fullt af tilvísunum í Guð og eitthvað kjaftæði, fer frekar í taugarnar á mér heldur en hitt!!! Vá ég hlakka eiginlega til að klára þetta... hehe... Æ nenei þetta eru fínar bækur, finnst að ég eigi að gefa þessu smá meir séns og mynda mér skoðun eftir sjöundu bókina, kannski kemur eitthvað kúl í ljós sem hafði ekki komið áður og útskýrir þessa loftfimleika (þó efa ég það)... Allavega verður þetta ekki mikið lengra þessa nóttina, góða nótt og sofið vært og rótt!!! :o)

Tuesday, June 20, 2006

Viðvarandi andleysi og ritstífla

Algert andleysi ríkir nú yfir mér og hef ég ekki fengið eina einustu hugmynd um blogg fyrir ykkur. Þetta andleysi er ekkert á leiðinni í burtu á næstunni og því hef ég ákveðið að halda áfram að skrifa óáhugaverð blogg þangað til eitthvað fera að birta til í hugarheimum mínum, eða þangað til eitthvað áhugavert gerist!!

Eva á afmæli á næstunni og ætlar hún, þessi bráðum verðandi 19 ára mær, að bjóða okkur Hörpu í bústaðinn sinn um helgina og munum við gista þar í 1-2 nætur í tilefni dagsins. Höfum vér pantað góða veðrið og vonum bara að sú pöntun standist!
Ég skora á veðrið að úthella sínum tilfinningum, eða hvað sem er að því, og nýta bara einn dag í að rignaog blása, í stað þess að vera að gefa okkur falskar vonir um sól og sumar fyrir hádegi og bleyta svo þessa drauma okkar með rigningarslettum eftir hádegi!! Þetta er engan vegin hollt fyrir nokkra sál og því skora ég á ykkur Vindur og Rigning, að klára þetta vesenisástand og verða aftur eins og eðlilegt veður á að vera, annað hvort sól og gott veður eða rigning og rok!!! Helst eru þó áðurnefnd veðurfyrirbæri, sól og gott veður, velkomið, enda vonirnar ansi oft búnar að bresta!

Ég fór, eins og margur glöggur hefur tekið eftir á msn, í Power Jóga á mánudaginn. Var án efa sú allra stirðasta og aumasta í öllum salnum! Í morgun, er ég vaknaði um 2-leytið, uppskar ég erfiðið og fylgdi margur og mikill verkur í kjölfarið! Rasskinnarnar, lærin, axlirnar, hendurnar, allt morandi í harðsperrum og eymslum! Hef ég verið að staulast upp og niður tröppurnar í íbúðinni haldandi dauðataki í handriðið svo skrefin verði léttari og minni áreynsla verði á fæturna, en eymslin færast þá bara yfir í efri part líkamans. Vonandi verður morgundagurinn betri!

Er ekki eitthvað skemmtilegt og smellið í sjónvarpinu í kvöld??

Monday, June 19, 2006

Bleika pardusdýrið...

Mér leið hálfkjánalega í vinnunni í dag þar sem ég klæddist ekki neinu bleiku í tilefni dagsins, fannst ég ekki hafa rétt á því að kalla sjálfa mig femínista!!! Því ákvað ég í dag að ég skyldi setja eitthvað bleikt á bloggsíðuna þrátt fyrir andstyggð mína á litnum, leysti ég það vandamál með því að setja skemmtilega teiknimyndapersónu í "hausinn" sem er þekkt fyrir að vera afar bleik... Fullkomin lausn, ekki satt???

Wednesday, June 14, 2006

Squarepants

Úúúúú geðveikt, ég sá flottustu gasblöðru sem ég hef á ævi minni séð í Hagkaup í dag... Það var stelpa sem er að vinna með mér sem keypti hana og ég hef því miður ekki séð aðra svona gasblöðru. Þetta var svo vel gerð blaðra og svo sæt, þetta var enginn annar en Svampur Sveinsson.... Ef Hagkaup fær aðra sendingu af gasblöðrum á morgun og fær annan Spongebob þá skal ég sko kaupa mér einn Svamp.... Mig langar mig langar.....

Ég spái 1/2 vindstigi, sólskini og 25°C á laugardaginn. Það verður nú að vera gott veður á þjóðhátíðardaginn sjálfan, ekki á fólkið sem langar að fagna 17. júní að fagna með regnhlíf í hönd!!! Það er ekki nógu gott!!!

Tyrkland!!! Það styttist í það.... Ég er komin með gæsahúð!!!

tjekk it át!

Tvö ný blogg eftir mig, sem áttu víst að vera hérna en vegna tæknilegra örðugleika.... þá enduðu þau víst hér, endilega ekki vera hrædd að kommenta... Alltaf gaman að heyra að einhver lesi mig!!! Á þessari síðu heiti ég Lærlingastrumpur...

Monday, June 12, 2006

Góðan og blessaðan daginn

Hæ hó og jibbí jei, og jibbí jei,
bráðum kemur seytjándi júní.

Ég hef ákveðið að hafa bloggsíðuna mína (þó hún sé til húsa hjá erlendum aðilum) svolítið þjóðlega í tilefni þess að þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga gengur senn í garð.

Sunday, June 11, 2006

Smá svona hvatningarblogg.. eh

Jájá.... Ræktin, sem átti víst að vera mitt annað heimili, áður en ég færi til Tyrklands, ekki beint skemmtilegasti staður í heimi, enda miklu þægilegra að "flat"maga uppi í rúmi með góða bók og lesa. Eða jafnvel sitja uppi í sófanum, horfandi á einhverja sorp-B-klassa-kvikmynd með súkkulaðistykki í hönd... Úff... Kílóin hafa ekki beinlínis hrunið af mér, heldur frekar mér ef satt skal segja... Svo er auðvitað grill á hverju kvöldi, pylsur og hamborgarar, ekki beint hollasti matur í heimi, og ekki er ég sú besta í því að neita mér um fleiri pylsur með steiktum og tómat.... Já ég veit, eintómar afsakanir. Okei, ég þarf að taka mig á!!!

Stífluhreinsirinn "Clogmaster"

Aukakílóa-aflakóngur.
Kransaæða-kítti safnast
upp í stóra stafla
enginn vill við mig býtti hafa
Fita í stað blóðsafa
Æðarnar snarstíflast
Læknirinn lærir pípulagnir
Ég er ekki að fíflast
Ég held ekki að þú fagnir
mínum dauða
Þar sem mitt blóðið rauða
er ekki lengur svo rautt
heldur meira hvítt,
líkt og fita
það skaltu vita!!

Saturday, June 10, 2006

Dagsins hamstur

Úff!! Ekki mikið búið að gerast þessa vikuna, eiginlega bara ekki neitt!!! Ég er búin að vera að vinna voða mikið og við stúlkukindurnar ætlum að hittast á morgun... Oh fjandans fluga sem er að pirra mig!! Ég er í morðhug!!! Æ, jæja...
Ég var að klára Magician's Cousin, 1. bókin í Narniu seríunni. Allt í lagi svosum, frekar barnaleg, en ég held ég klári að lesa þetta samt sem áður, þar sem þetta er nú klassískt ævintýri!!! svo ætla ég mér að byrja á Englar og djöflar... Langar að lesa líka þessar bækur þarna eftir Terry Pratchett, Discworld series....
FARÐU FLUGA...
Ég er algerlega búin að snúa sólarhringnum við, fer að sofa klukkan 3-4 á næturna og vakna um tvö leytið, bara til að fara í vinnuna, annars myndi ég líklegast sofa fram að kvöldmat!!
Vá hvað það kom skrítinn gaur á kassann hjá mér.... Hann horfði stanslaust á mig, geðveikt skrítið.... Það klikkaðist einhver kona um daginn í vinnunni yfir stelpunni sem eldar kjúklinginn... Konan tók víst upp box með heilum steiktum kjúklingi og hellti óvart kjúklingafitu yfir sig alla... Hún gjörsamlega trylltist og var sko ekkert að spara ófögru orðin við aumingja stelpuna...:"sjáðu bara nýju, rándýru Diesel gallabuxurnar mínar!! Þær eru ónýtar!!! Gagagaga!!". Kommon, það er ekki eins og þeta náist ekki úr með sápu til dæmis!!! Þar sem þetta er bæði óskautuð efnasambönd... og eins og maður fékk oft að heyra í fjórða bekk.. "líkur leysir líkan"... hehe..
Verslunin borgaði náttúrulega fatahreinsun fyrir skelluna.....
Ég veit þó ekki hvort aumingja stelpan hafi fengið áfallahjálp!!!!
Oh %&#$ fluguskömm.....

Wednesday, June 07, 2006

Jamms, langt síðan ég bloggaði síðast...

Ég fór á afsláttakvöld í hagkaup núna rétt áðan og fékk smá kaupæði!!! Keypti mér Jeff Who geisladisk, bol með babúsku framaná, leðursandala, gott krem og andlitssápu.
Byrjaði í gær að lesa "Magician's Cousin", fyrstu bókina í Narníu sjö-lógíunni!!!
Ég er ennþá að bíða eftir að pabbi setji upp þessa plötu upp yfir vegginn svo ég geti farið að mála, eða allavega sketcha.... Ég ætla að hafa svona Epla-þema... þ.e. neðst verður Newton sofandi með hattinn yfir hausnum, fyrir ofan hann er grein með einu epli, var að spá í að hafa íkorna að vera að naga í eplið svo það detti, smá tilvísun í Ratatosk.... svo ætla ég að teikna snák sem hringast í kringum tréð/greinina... tilvísun í Evu og Adam.... Svo verður hinum megin á veggnum svona gömul og hrum nornahönd, haldandi á epli, þ.e. vonda stjúpan í Mjallhvít.... svo verð ég að finna stað fyrir eitt gyllt epli sem á stendur Afródíta.... Svo þarf ég að finna góða útfærslu á yngingar-eplum Iðunnar... Ef þið hafið einhverjar fleiri hugmyndir um eplatengt efni þá endilega látið mig vita!!!!!

Sunday, June 04, 2006

Jarí-Jarí-Jarí

Jamms, mig langar hér með að þakka öllum sem sáu sér fært um að koma í afmælið og þeim sem gáfu mér afmælisgjöf.... Ég fékk rosalega sæta rauða tösku sem mun nýtast vel hér heima og í Tyrklandi, svo fékk ég eyrnalokka. Fékk einnig allar Narniu bækurnar, svo fékk ég Englar og Djöflar eftir Dan Brown. Frá sama aðila fékk ég tréarmbönd. Einnig hlotnaðist mér The mammoth book of IQ Puzzles, held þetta sé einhverskonar tákn frá gefanda!!! Svo var mér gefið flott hálsmen úr stórum bleikum glerperlum og níðþungt og frá sömu manneskju fékk ég spennu í hárið og póstkort með tígrisdýri. Svo fékk ég einnig rauða rós og skó. Einnig hlotnaðist mér hinn stórskemmtilegi geisladiskur með Red Hot Chilipeppers, Stadium Arcadium.
Ég vona svo sannarlega að ég sé ekki að gleyma neinum og vil ég alls ekki vera kennd við að vera vanþakklát.
Ég er farin að hlakka óeðlilega mikð til að fara til Tyrklands, og ég vona að ég sé ekki að gera mér of miklar vonir!!!! Vonandi lendum við ekki á samliggjandi svölum með fólki sem ælir út um allt og kemur blindfullt heim klukkan 5 á næturna og vekur mann. Ekki það að við séum einhverjir partýpooperar, en við viljum líka fá smá prævasí og stundum er æskilegt að fá að sofa... Vona bara að mestu partýljónin geri sér grein fyrir því að það eru sumir í þessari ferð sem nenna ekki eilífu partý-pöbbastandi og, ja... Reyni að fá herbergi á hinum enda hótelsinis þar sem öll hin partýljónin halda til!!!

Saturday, June 03, 2006

Skons?

"Það er alveg ótrúlegt hve margir djöfladýrkendur eru hérna á íslandi!!! Ef maður er ekki að leita að þeim þá tekur maður bara ekkert eftir þeim, en ef maður fer að leita að þeim þá eru þeir alveg ótrúlega margir!!!".... Þetta sagði ónefndur ættingi minn um daginn, og þetta sagði hann einnig... "Núúú, er þetta djöflaterta? mér er svosum alveg sama um að ég sé að borða hana, en ég myndi ako aldrei kaupa svona köku sjálfur, þetta er hrein og bein markaðssetning fyrir djöfladýrkendur, ég tek sko ekki þátt í svona vitlaysu!!"....

Segir meira um hann sjálfan en einhverja djöfladýrkendur sem eru að taka yfir heiminn með súkkulaðitertur að vopni!!!

Ekki það að ég sé einhvað að dýrka djöfulinn eða neitt svoleiðis, mér finnst bara skondið og pínu sorglegt að horfa upp á fólk vera að velta sér upp úr svona löguðu þegar Bush, "guðs maður" (eða það kallar hann hann), flippar og fórnar þúsundum manna, með ódýra afsökun á lofti, fyrir eigin mistök og asnaskap...

Friday, June 02, 2006

Ofnotkun og pranglerí

Ég verð alltaf dálítið tortryggin þegar vörur heita Ultra-, Extra- eða Super- eitthvað!!! Finnst eins og að það sé verið að pranga einhverju drasli inn á mann með því að láta nafnið benda til þess að varan sé betri en hún raunverulega er!

Svo tek ég líka voðalega oft eftir því að gagnrýnendur bóka, sérstaklega í dagblöðum, nota oft sömu "frasana" aftur og aftur eins og :"Þessi dásamlega bók er óður til náttúrunnar í allri sinni mynd".

Endalaust þvaður um tímaleysi, og svo geri ég aldrei neitt!!!

Já mér hefur verið hafnað af tímanum.... Afmælið mitt gekk í garð á miðnætti síðustu nótt og gekk út úr honum fyrir nokkrum mínútum.... Hún varð nítján ára, þessi snót sem þetta skrifar og er hún nokkuð stolt!! Margir hafa reynt að segja mér að það er ekkert spennandi að verða nítján ára vengna þess að það gerist í rauninni ekkert, maður fær engin réttindi, bara hengur einhvernveginn milli steins og sleggju, bíðandi eftir því að verða tvítugur...
Ég hef fundið galla við það að verða tvítugur og gallinn er sá að þá er maður kominn á þrítugsaldurinn!!! Það er risaskref að komast á þrítugsaldurinn, vá... Maður þarf að fara að pæla í hvort maður vilji stofna fjölskyldu og hugsa út í hvað sé hagkvæmtast að læra í Háskólanum og bráðum þarf maður að fara að flytjast út af Hóteli mömmu og pabba!!! Jæks.... Það eru ýmsar ákvarðanir sem þarf að taka í sambandi við lífið og gæði þess!!!

En já, kosturinn við það að verða nítján er sá að maður er allavega ekki enn kominn á þrítugsaldurinn..

Á laugardaginn koma stelpurnar svona "late" afmælisveislu og ég ætla að baka handa þeim pizzur og köku!!!

Ég held ég hætti bara hér með mínar þráhyggjur á aldri og tíma.... En er tíminn ekki afstæður hvort eð er???

Æ hvað er ég að baula?? Ég er enn bara lítill menntskælingur í blóma lífsins og vonandi blómstrar þetta líf mitt lengi og vel...