Alltaf eitthvað að gerast í vinnunni...
Í dag kom enn ein þjóðþekkt persóna í Hagkaup. Þessi skeggjaði maður, íklæddur ljótum gallabuxum og bar derhúfu á höfði, gekk í áttina að kassanum mínum og nam staðar fyrir framan mig. Ég var smá tíma að átta mig á hver þetta væri en svo fattaði ég það... Þetta var enginn annar en Bobby Fisher.... Hann spurði mig hvar pósthúsið væri...:"Where´s the Post office" með mjög Bandarískum hreim, og ég svaraði: "it´s right there" (lesist með ógeðslega bandarískum hreim). Svo fór hann. Frekar fyndið.
Svo gerðist það að þegar ég stóð í rólegheitunum að draga fram vörurnar í Hagkaup, þ.e. að láta líta út fyrir að það sé meira í hillunum en það í rauninni er, þegar ég heyrði skyndilega svona Krasssssss..... Ég leit við og þá höfðu tvær sultukrukkur dottið og smassssast í gólfið og þetta var sko EKKI mér að kenna. Þarna á gólfinu var stór klessa af Bláberjasultu, Marmelaði og glerbrotum. Ojbarasta.... Já það var leiðinleg og óvelkomin tilbreyting að þrífa upp sultuglerklessuna af gólfinu.
Ef þið eigið einhverntíma leið framhjá sultunum í Hagkaup, endilega skoðið gólfið þar, því það er hreinasti gólfbletturinn í húsinu, enda pússaði ég hann sérstaklega svo kúnnarnir myndu ekki klístrast fastir við gólfið ef ske kynni að þeir myndu ganga þar framhjá.
Ég læt þá bara gott heita í dag, held ég.... Hittumst heil, og Eva, ég sakna þín... hehe