Friday, September 29, 2006

Reiðin mín og reiðin þín!

Stundum verð ég bara svo reið!!!
Við vorum að halda fyrirlestur, fimm saman, um part stjórnarskrárinnar... Ég byrjaði fyrirlesturinn og sagði frá ýmsu merkilegu. Þegar ég var svo í miðjum klíðum að segja eitthvað þá truflar Helgi Ingólfs sögukennari mig svona allsvakalega, með því að garga á Jónatan sem var þá sofandi í annarri röð. Ókei, það er satt að nemendur eiga hvorki að nota sögutíma né aðra tíma í svefn, en að láta það bitna á mér að Jónatan sé sofandi er algerlega út í hött!!! Ég var nú orðin nógu stressuð fyrir og allmikið farin að skjálfa í hnjáliðunum á meðan lestrinum stóð, en sú staðreynd að Helgi gargaði og truflaði mig á meðan ég var í miðri setningu gerði mig þúsund sinnum stressaðri!!! Svo byrjar einhver önnur stelpa úr hópnum okkar að lesa sinn texta... Gargar þá Helgi ekki aftur vegna þess að einhver nemandi kom soldið mikið seint í tíma, og bað um að fá að setjast bara niður í staðinn fyrir að bíða úti á gangi. Hann gargaði aftur á einhvern á meðan við vorum, sakleysislega, að reyna að halda dampi á meðan fyrirlestrinum stóð, en ég man ómögulega hver ástæðan var!! Ætli hún hafi ekki verið jafn lítilvæg og hinar tvær.. Já og svo kenndi hann okkur um að við vorum seinar að byrja fyrirlesturinn. Ástæðan fyrir seinaganginum var í rauninni sú að strákarnir, sem voru á undan okkur í þessum tíma að halda fyrirlestur, voru svo vitlausir að logga sig út en þeyfðu okkur ekki að nota bara heimasvæðið þeirra til þess að sýna Power-point showið!!! Því tók það okkur smá tíma að logga okkur inn aftur!!!

Nú spyr ég einfaldlega: Hvað er AÐ svona fólki???

Tuesday, September 26, 2006

Skemmtó

Ég er komin í hóp vefnörðanna þar sem eg er komin með wecam.... Já ef þú spjallar við mig á MSN þá getur þú séð mig líka.... Nokkuð svalt ekki satt?

Sarpa Kind Prjónsdóttir
Sleva Naría Suðmundsdóttir
Sljóhanna Naría Skeinarsdóttir

Hvað er flottast???
Hvað eiga þessi nöfn sameiginlegt? Nefnið allavega tvennt!

Úff ég fór í tvær fýluferðir í dag... Ástæða fýluferðanna var sú að ég átti s.s. að gera smá texta um tvö verk af tveim sýningum sem við höfum verið að skoða í Myndlist!!! Ég á að skila verkefninu á morgun! Fór ég því eftir skóla á Safn á Laugarveginum og ætlaði mér að skoða einhver tvö verk og skrifa um þau!!! Neinei, er þá ekki bara lokað á mánudögum og þriðjudögum!!! Tók mér þá annan stuttan göngutúr á Listasafn Íslands við Fríkirkjuna!!! Nenei, eru þeir þá ekki búnir að loka safninu og eru við það að setja upp nýja sýningu!! Sniiiiiðugt! Samt rámar mig eitthvað í að kennarinn hafi varað okkur við þessum hættum en einhvern veginn tókst þessum varúðarráðstöfunum að komasst í gegnum heilann minn afskiptalaust!!!

Jæaja, það er ekki mikið við því að gera.. Við eigum að mæta í Hafnafjörð á morgun á einhverja sýningu sem ég hef ekki hugmynd um hvar er!!! Vúps...

Tuesday, September 19, 2006

Gargari

Klukkan var um eittleitið og bjallan hringdi í hinsta sinn þennan skóladaginn. Við stúlkurnar fórum niður í Cösu að töfra fram líffræðiskýrslu um hjartað og virkni þess.... Klukkutíma seinna yfirgáfu stúlkurnar mig þarna niðri í þessum nýstárlega, nýuppbyggða og steríla kösukjallara. Ég hóf að semja ritgerð eða réttara sagt "copy-peistaði" ég ritgerðina af Wikipedia og þýddi orð fyrir orð á íslensku. Ætla mér að endursegja efnið og búa til þokkalega ritgerð úr þessu, helst fyrir mánudaginn!!! En já, þetta tók laaaangan tíma, marga klukkutíma og klukkan fjögur ákvað ég að taka strætó heim og fá síðan móður mína til að skutla mér í skólann aftur klukkan fimm. Ég ætlaði að prófa MR kórinn og átti að mæta kl fimm. Það leið og beið en aldrei lét strætó sjá sig... Harpa kom og við spjölluðum saman á meðan við biðum eftir strætó... Klukkan var núna orðin tuttugu mínútur í fimm og tóka það því ekki fyrir mig að taka strætó heim. Harpa ákvað að taka aðra leið heim, þrátt fyrir að hún hefði þurft að ganga lengra heim úr strætóskýlinu. Ég mætti í kórinn á réttum tíma, aðeins of snemma þó... Raulaði ég svo með fólkinu sem hafði verið þarna frá byrjun, vissi þó ekki í hvaða rödd ég átti að raula, svo ég bara gargaði eitthvað... Eftir tímann vildi kórstjórinn fá litlu lúserana sem núna fyrst ákváðu að prófa kórinn, þ.e. mig og eina aðra stelpu, og hann vildi prófa í hvaða rödd við værum... Ég er s.s. 2 sópran, þ.e. e-s staðar á milli hæsta sóprans og alt(millirödd)... Kúl... hehe, mamma er bara alt... Allavega, það verður ekki lengra í bili...

Monday, September 18, 2006

Tímaskortur

Þið voðuð að tala um að þið þekktuð ekki neitt af lögunum þem ég nefndi í flottuþtu lög í heimi2... Ef ykkuþ langaþ að heyða lögin þem ég þetti á liþtann þá eðu nokkuþ þeiðða í linkunum þem ég hef þett í hliðaðhlutann á þíðunni minni!!!

Úff þessi líffræðiritgerð gegnur eitthvað seint þar sem ég þarf að byrja á að þýða allt helv.. efnið fyrst yfir á íslensku áður én ég byrja eitthvað að moða úr því!! Skiladagur er á mánudaginn eftir helgi. Svo á ég líka að skila líffræðiskýrslu næsta miðvikudag. Ákvað stærðfræðikennarinn svo ekki að setja fyrir annað próf á föstudaginn, vegna þess að honum þótti uppáhaldsnemendur sínir ekki standa sig nógu vel í prófinu í dag!!! Hann ákvað að gefa "okkur" annað tækifæri.
Hefur virkilega enginn fundið upp einhvern tímastoppandi hlut sem gerir manni kleyft að töfra fram meiri tíma???

Mmmm ég fór í kringluna á laugardaginn og eyddi fullt af péningum í föt!!!
Svo fór ég í Bláa Lónið á sunnudaginn með Helgu, Daða og Yves, belgískum vini þeirra.... Við skemmtum okkur ágætlega þangað til að við komum auga á ástfangið par á fullu úti í miðju lóninu!!!! Þótti okkur þetta vera nógu gó ástæða til þess að fara upp úr lóninu enda ekki geðslegt að synda um í hvítu vatni með hossandi fólk fyrir augunum! Fórum við eftir sundferðina í ísbúðina Álfheimum og fengum okkur ís í gogginn...

Wednesday, September 13, 2006

Hvatningaræða

Smá umræða myndaðist í líffræðinni um tungumálið okkar fagra og kæra. Ósjaldan er talað um að oft á tíðum sé ungt fólk(unglingar) tungumálinu til skammar þar sem þau nota oft erlendar slettur í staðinn fyrir að nota góð og gild íslensk orð. Komu þá nokkrur bekkjarfélagar mínir með góða mótsögn og sögðu að það væri miklu frekar vel menntað fólk á sviðum eins og líffræði og lögfræði, o.fl. sem nauðgaði tungumálinu á harðsvíðaðan hátt. Þessar vel menntuðu manneskjur nota mjög oft orð úr öðrum tungumálum yfir þá hluti sem snerta þeirra lærdómssvið og kann í undantekningartilvikum íslensku orðin yfir þá. Hef ég oft tekið eftir þessu hjá Helgu systur minni þar sem hún var að læra lífefnafræði í háskólanum en er að taka örverufræði núna. Oft þegar hún hefur verið að hjálpa mér við heimanámið í líffræði hef ég venjulega þurft að nota ensk og latnesk heiti yfir alls kyns orð er tengjast því sem ég á í erfiðleikum með því hún þekkir hreinlega ekki íslensku fræðiheitin. Stór hluti af ástæðunni er að sjálfsögðu sá að það eru ekki til neinar góðar íslenskar kennskubækur sem "dekka" mikið hærri stig er grunnskólastigið í t.d. líffræði og því verðum við íslendingar að sætta okkur við það að lesa allt námsefni á ensku og sérstaklega þegar við förum í háskóla, þá munum við varla sjá stakt prentað orð á íslensku. Er þetta góð eða vond þróun??? Eigum við að segja skilið við íslensku fræðiheitin og taka upp ensk eða latnesk, eða eigum við að herða baráttuna fyrir íslenskunni? Ég vel seinni kostinn og mæli með því að fólk fari að semja fleiri námsbækur á íslensku því íslenskan er okkar tungumál og ég, ásamt a.m.k. helmingi þjóðarinnar vil ekki sjá latnesk fræðiheiti granda okkar ilhýra máli.

Tuesday, September 12, 2006

Manatee=Sækýr




Hér talar Ármann um að ekki séu til sækýr.. Hvaða bull er þetta? Víst eru til sækýr... Fólk hélt oft á árum áður að þetta væru hafmenn og -meyjur.... Ég hef meira að segja myndir hérna sem sanna tilvist sækúa!!!

Sjáiði bara "litlu" krúttin!!!

Hér getiði lesið upplýsingar um þessar krúttlegu skepnur!

Flottustu lög í heimi 2

Rólegt rokk
My favorite excuse-Maus
Karmacoma-Massive Attack
The Widow-The Mars Volta
Perfect Day-Lou Reed
Catch-Leaves
Vancouver-Jeff Buckley
Iris-Goo Goo Dolls
World At Large-Modest Mouse
Fullt með Snow Patrol


Rokk-Popp
Modern Way-Keiser Chiefs
Loser-Beck
Killer queen-Queen
Don't stop me now-Queen
Bohemian Rhapsody-Queen
Fleira með Queen...

Krúttlegt-kjút
Up in the North-Fiery Furnaces
Birdie Brain-Fiery Furnaces
Storytelling-Belle and Sebastian

Flott
Flugufrelsarinn-Sigurrós
Dánafregnir og Jarðafarir-Sigurrrós
Sound of Scilence-Simon&Garfunkel
Flugumaður-Sigurrós
By your side-CocoRosie
I really loved Harold-sungið af Emiliönu Torrini

Diskó
Forever Young-Alphaville
Dancing With Tears In My Eyes-Alphaville

Annað
Consuelo-Belle and Sebastian

Uppfæri síðar..

Sunday, September 10, 2006

Saved by the big yellow bus

Ég þoli ekki lengur miðbæinn... Hann er stútfullur af einhverjum helvítis miðbæjarkrípum sem gera ekkert annað en að móðga mann og/eða pirra...
Var ég á leiðinni heim í strætó og þurfti að skipta um vagn á Lækjartorgi. Ég bíð úti í rigningunni vegna þess að einhver kjelling stóð reykjandi inni í strætóskýlinu og mengaði allt þar. Kemur ekki einhver greppitrýnisgaur og spyr hvað ég heiti... Hann spjallar og spjallar og ég reyni að hafa eins stutt og ónákvæm svör og ég get. Þetta gengur svona í hálfa-eina mínútu (þótti mér tíminn líða heldur lengur) þangað til bjargvætturinn lætur sjá sig!!!!!

Sunday, September 03, 2006

Hvað er svona fyndið?

Ég geng í gegnum Hljómskálagarðinn.
Þarna situr einhver á bekk.
Hann er brúnhærður. Með blá augu og mjög lítið nef.
Hann horfir á eitthvað í fjarska. "Á hvað?", hugsa ég. Ég lít í áttina sem hann horfir. Sé ekki neitt. Lít aftur á hann en hann er horfinn. Lít þá aftur þangað sem hann var að horfa en sé ennþá ekki neitt. Ég sest á bekkinn og held áfram að horfa. Ég hlæ.
Nokkrum vikum seinna er ég að mestu leiti horfin, aðeins lítill partur af sálinni er eftir og sá partur heldur fast í bekkinn.
Þarna kemur einhver. Er MÉR þá loksins borgið??

Saturday, September 02, 2006

Skondið

Næst-síðasta setningin á bls 102 í stærðfræðibókinni okkar bleiku og ástkæru(bleika pardusnum) hljómar svo:
"Halli f(v), sem sést á 27. mynd, sýnir að minnsta gildi f er f(v°)=f(0,90)=8,32".
Að sjálfsögðu datt mér fyrst í hug að verið væri að tala um hann Halla mann systur minnar!!!

Það er búið að setja fyrir of marga fyrirlestra og ritgerðir í skólanum að mínu mati og mér líkar ekki að það sé þjarmað svona að mér. Svo langar mg að kvarta aðeins undan ritgerðarefnunum sem við fáum að velja umí íslensku!! Þau eru alveg dásamlega óáhugaverð!!! Mig langar ekki til þess að skrifa um eitt einasta af þessum efnum! Enga löngun ég hef.....

Við síðar sjáumst og heil hittumst...