Friday, June 29, 2007

Read safety and comfort guide before....whoooo

Það er alveg ótrúlegt hvað andlitið breytist eftir að maður er búinn að smyrja it á augabrýrnar. Fyrir litun er eins og engar augabrýr séu á fésinu en svo verður maður bara gordjöss eftir litun:) hehe... Gaman:)
Ég er að fara á morgun til Danmerkur í rigninguna, jám guð hefur ákveðið að létta af sér í Óðinsvéum og er víst að því núna, hver veit hvenær hann verður búinn... Alltaf er ég jafn heppin þegar kemur að blöðruvandamálum hinna æðri...
Ég fór í hjólatúr í kringum nesið í dag og ég sver það, ég mætti fleiri túristum en íslendingum... Ég veit svo sum ekkert hvort þetta hafi verið túristar eða eitthvað annað, en það var svona túristafílingur yfir þeim.
Ég var að taka eftir að á lyklaborðinu mínu er límmiði sem á stendur:"! IMPORTANT NOTICE For comfortable and safe use, read Safety and Comfort Guide." Er það bara ég, eða er þetta skondið? Þeir hafa meira að segja ákveðið að skipta á orðunum Comfort og safety... Veit ekki af hverju, en mér finnst þetta skondið.

Sunday, June 24, 2007

Samhengi

Sitjandi einn, stendur upp. Sækir mjólk. Setur í skál. Kisi lepur. Prrr
Mjúkur, fer úr hárum. Hætta-ofnæmi.
Tár leka úr bólgnum augum. Útbrot, kláði, stingandi sviði, andateppa.
Missir meðvitund. Köttur er hræddur, hjúfrar sig upp að gamla manninum, liggur á gólfinu.
Sorg kattar.

Friday, June 22, 2007

Jess!!!!

wúhú:) Ég hef fengið samþykkt um inngöngu í Myndlistaskólann í Reykjavík og mun hefja þar nám í enda ágúst. Mér finnst þetta mjög sniðugt vegna þess að nú þarf ég ekki að sakna gamla skólans míns, MR, vegna þess að ég mun vera í honum í eitt ár í viðbót:Þið vitið, Myndlistaskólinn í Reykjavík-skammstöfun MR.....:)

Wednesday, June 20, 2007

jamm, blaður

SoSoh. ég fór í sund í dag með Helgu, nokkuð sem ég hef ekki gert í langan tíma. Við prófuðum grunnu-laugina(þessa upphituðu, ekki buslulaugina), 38-41°C pottinn, nuddpottinn, saununa og sturtuna. Jú veistu, við lölluðum í gegnum köldu-djúpu laugina þegar við vorum á leiðinni frá nuddpottinum yfir í grunnu-laugina, en það var ekki meira en það. Ég tók reyndar smá heilsusprett á sundferðina og hjólaði báðar leiðir, til og frá Sundlaug Seltjarnarness:) Helga keyrði, og eftir sundferðina enduðum við hjá henni mömmu gömlu í grill. Grillaðir kjúklingavængir, grillað grænmeti og grillaður ananas með ís og karamellusósu... mmm...

Ég er búin að fá samþykkt í Fjölbraut í Breiðholti, Iðnskólann í Hafnarfirði og Iðnskólann í Reykjavík, allt inn á myndlistabrautir eða eitthvað tengt. ég bíð enn eftir svari frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Ég sá blogg í dag þar sem stelpa, lílegast yngir en ég, þó veit ég það ekki, var að blogga um það að hafa farið í inntökuprófið víðfræga. Hún sagðist hafa beilað á því og farið heim eftir fyrsti tvo hlutana... Bara að vona að fleiri hafi gert þetta því þá á ég meiri möguleika:) Það var reyndar svolítið óþægilegt andrúmsloft þarna inni en ég byrjaði bara að spjalla við stelpuna sem var að teikna við hliðina á mér í módleteikningunni, bara svona til þess að geta haldið út þennan óþægilega þrýsting. Þögn getur oft verið mjög óvelkomin, sérstaklega þar sem mikið af fólki er komið saman í eitt herbergi og þögnin heldur áfram... Það er bara krípí... Það var reyndar svolítið fyndið hvernig maður reyndi strax í klukkutíma pásunni að finna eitthvert þekkjanlegt andlit-bara til þess að geta spjallað við einhvern, hvern sem er... Ég er viss um að hver og ein einasta manneskja þarna inni hafi verið mjög áhugaverð og skemmtileg manneskja, en ég vorkenni voðalega þeim sem ekki náðu að finna smá tengsl vin nokkurn mann, þetta hlýtur að hafa verið voðalegt fyrir þá!!! Það hefði alveg mátt létta aðeins adnrúmsloftið þarna með því að bjóða fólki upp á kökur eða eitthvað, bara svona til þess að fólk sé ekki í vondu standi!!!

Monday, June 18, 2007

Bloggað um margtt og mikið


Loksins fann ég mér buxur. Nú á ég tvær til skiptana og get því farið að ganga sjaldnar um í kjól... Stundum finnst mér ég vera soldið óverdressed sko.
Ég bíð enn eftir svari frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og hinum skólunum, veit ekki hvort ég geti tékkað á svörum á netinu eða hvort ég fái póst um þetta... Kann ekkert á þetta apparat.
Kvennadagur á morgun og ég þarf að klæðast óvini mínum, bleikum!!! Ég á ekkert bleikt. Er rautt í lagi?
Eftir sælgætissukkhelgi hjá Evu er ég komin með nokkrar bólur á ennið en til allrar hamingju er ég með massífan topp sem felur þær:) Ég er samt búin að eitra fyrir þeim með bólukremi og sótthreinsandi þannig að þær ættu ekki að fara að fjölga sér... hehe
Ég sakna Heroes. Hvað kemur eiginlega í staðinn??
Til hamingju með daginn í gær Jón. Og til hamingju með daginn á morgun stelpur:)

Wednesday, June 13, 2007

Ætli hann hafi tekið eftir þessu?

Sá mann í strætó... Merkilegt ekki satt?? Bíddu bara þar til þú heyrir söguna á bak við. Hefuru tekið eftir auglýsingunni í strætó, bak við bílstjórasætið þar sem sauðasköllóttur maður í ljósblárri flíspeysu auglýsir rope-yoga-námskeið? Hvort sem þú hefur tekið eftir því eða ekki þá mun glott færast yfir munnvik þín þegar þú heyrir afgang sögunnar. Ég sá s.s. mann í strætó og hann var sauðasköllóttur og íklæddur ljóblárri flíspeysu-Oooog, bíddu eftir þessu!!! Hann sat beint fyrir framan auglýsinguna með bláskalla! Hversu skondið er það?

Strætókríp nr 8???

Veistu, ég er orðin svo þreytt á þessum helvítis eilífu perrum á Lækatorgi að mér er nóg boðið... ég sat þarna í sakleysi mínu inni í strætóskýlinu og beið eftir strætó, hlustandi á dúdann minn. Kemur einhver fimmtugur áfengislyktandi maður og fer eitthvað að sphjalla við mig og spyrja mig allskonar spurninga. Hann var útlendingur og talaði frekar bjagaða íslensku sem gerði það að verkum að ég skildi yfirleitt ekki hvað hann var að segja og jánkaði bara öllu. svo sest hann hjá mér og fer að tala um dúdann minn og vildi fá að hlusta. Ég hélt nú ekki, ekki ætla ég að fá eyrnaskít úr ókunnugum manni á heyrnatólin mín!!! Ég reyndi að svara sem minnst og vera eins óviðkunnaleg og ég gat, en uppskar bara meira spjall, fjandinn hafi það!!! Svo endar hann á að segja:"líkami þinn er mjög snotur" og þá var mér sko NÓG boðið, gekk í burtu og sagði:"veistu, mig langar ekki að heyra þetta". Forðaði mér í burtu frá strætóskýlinu og stóð þarna hjá ruslatunnunni við bekkinn. Þar stóð ég í tíu mínútur og vonaði innilega að perrinn kæmi ekki til mín, sem hann gerði til allrar hamingju ekki. Loksins kom strætó og ég flýtti mér inn.
Ef ég væri strákur myndi ég ekki fá svona ógeðsleg komment, konur gera ekki svona nema þær séu virkilega út úr heiminum, sem þessi maður var ekki, þrátt fyrir áfengisfýluna!!! Af hverju býst fimmtugur perri við því að stelpa á aldur við mig hafi nokkurn áhuga á að kynnast sér???

Friday, June 08, 2007

Heilastærð er ofmetin

Hann horfði á apann í dýragarðinum og gretti sig:"djöfull er þetta kvikindi heimskt" sagði hann við kærustuna sem stóð þarna hjá honum. Hú leit á hann en sagði ekkert. Það sem hún hugsaði var:"djöfull ert ÞÚ heimskur". Þau gengu saman að sjoppunni og þar var strákur að selja kandýfloss. Hún glaðnaði öll til og spurði:"Hey Ernir, viltu kaupa handa mér Kandýfloss?". Hann leit á hana, horfði lengi, fyrst á hárið, svo andlitið, axlir, brjóst, mitti, mjaðmir, lærin, hné og tærnar. Svo sagði hann:"bíddu, varst þú ekki í megrun? Viltu ekki bara frekar sódavatn?". Hún varð leið innan í sér en sagði:"já, jú æj, það er laugardagur og mig langaði bara í eitthvað sætt, en þú hefut rétt fyrir þér, ég er farin að þyngjast". Kærastinn keypti handa henni sódavatn og þau gengu smá spöl, en þá heyrðu þau kall fyrir aftan. Þarna var strákurinn sem var að selja kandýfloss. Hann kom hlaupandi til þeirra og kallaði:"þú gleymdir þessu". Hann rétti stelpunni kandýflossið, brosti og gekk svo til baka. Stelpan fékk sér smá af kandýflossinu, sagði bless við kærastann og gekk inn í apabúrið, þar var allavega eitt kvikindi við viti.

Wednesday, June 06, 2007

Strætisvagnablogg

Þessi færsla hjá honum Ármanni er svo sönn. Það er alltaf verið að minnka þjónustu og auka gjaldið... Svo er þetta að sjálfsögðu rekið með okkar skattpeningum!!!!!!! Hneisa!
Í framhaldi langar mig að segja ykkur sögu af því þegar ég var að taka strætó í morgun í vinnuna. Það tekur mig um hálftíma(ef ég er heppin og næ sexunni á Lækjatorgi) eða 45 mínútur(ef fyrri strætóinn er einni mínútu of seinn) að komast upp í kringlu. Ég gekk út úr ellefunni rétt fyrir framan MR í morgun og sá að sexunni var lagt upp við strætóskýlið við Lækjatorg. Ég tók sprettinn og náði sexunni með naumindum og borgaði ca 280 kall(laumaði einum 20 centa evrupeningi með sem fimmtíukall) ofan í kassann. Þegar ég kom inn í strætó blasti við mér stór hópur af 8 ára krökkum út um allan strætó, ég hugsaði með mér að þetta yrði skemmtileg strætóferð, hækkaði í botn í dúdanum til þess að reyna að yfirgnæfa hávaðann frá krakkalingunum og sast fremst í strætó. Þremur strætóskýlum síðar stoppar strætó aftur og inn kemur annar, helmingi háværari hópur af átta ára krökkum inn í strætóinn. úff, og það var ekki hægt að hækka meira í dúdanum svo ég þurfti að þrýsta á eyrnatólin svo ég heyrði nokkuð af þessari gæðatónlist sem ég var með í eyrunum. Svo þegar átti að komast út úr strætó þrufti ég að troðast fram hjá gargandi krökkum. ég var komin með smá innilokunarkennd og leið hreint ekki vel!!! Er ekki hægt að redda rútu fyrir svona krakka í þessar fjandans vettvangsferðir????? Það getur ekki verið hagkvæmt að senda stóran hóp af krökkum í strætó með einn kennara sem hefur yfirsýn með hverjir týnast og hverjir ekki!!! Mér finnst að ríkið ætti að redda rútum fyrir vettvangsferðir, strætókerfið er ekki í stakk búið til þess að taka á móti svona mörgum í einu...

Tuesday, June 05, 2007

Maður og sól

Ávallt rís hún upp úr sæ
eygir mann á ströndu.
Skín á hann og segir hæ,
fær svar úr bandi þöndu.

maður:
“Hæ þú sól, mín sæta vin,
stóra, gula fagra.
Ei sé ég í opið gin
Andvarans hins magra”.

sól:
“Vindur fyrir vikinn er
vinu þinni góðu.
Kominn er í ískalt ker
og kalinn oní skjóðu”.