Áfangi...
Völuspá,
Hávamál,
Sólarljóð,
Lilja,
Heyr himna smiður,
Eikarlundurinn,
Helgakviða Hundingsbana,
Atlakviða,
Passíusálmar nr 25 og 44,
Margt fleira....
Þrátt fyrir að ég hafi þurft að vinna daginn áður þá tókst mér samt einhvernveginn að redda mér í gegnum mest af námslistanum.
Á þriðjudaginn er svo enskupróf þar sem ég þarf að leggja á minnið allar glósur sem hafa komið fram í lesköflunum, bæði fyrir og eftir jól, sem er ansi mikið. Ekki nóg með það þá þarf ég líka að lesa allar smásögur sem við höfum lesið á árinu og það er heldur ekki lítið. Svo er líka náttúrulega hin arfaleiðinlega bók, Death of a Salesman til prófs en ég hef ákveðið að láta hana mæta afgangi þar sem ég bara afber ekki að lesa hana aftur. Ef ég hef tíma þá kíki ég bara á Sparknotes...
Á miðvikudaginn er svo munnlegt próf í ensku og þá verð ég búin að lesa smásögurnar og þarf ég því einungis að skoða greinina sem ég valdi mér og leggja á minnið svona helsta efni hennar. Ég valdi grein um klónun á manna-fóstrum (ekki barnfóstrum). Þetta er mjög áhugavert en ég þarf bara að bæta skilning minn á þessu málefni.
Jæja, ef ég hætti ekki núna þá neitar tölvan örugglega að Publisha póstinn svo ég segi bara bless í bili...