Wednesday, July 29, 2009

í sumarfríi

Ég er s.s. komin til hinnar systur minnar, Svönsu. Kom þangað í fyrradag eftir tíu tíma akstur. Í gær fórum við í hjólatúr út að vatninu hérna rétt hjá og borðuðum nesti og lágum í sólbaði á teppi á grasinu. Svo fengum við Ferskan grillaðan maís og lúngamjúkan kjúkling:D Namminamm. Svo fóru stelpurnar litlu í leikskólann í morgun og ég og Svansa gengum um skóginn að skoða ávextina sem vaxa þar. Á leiðinni heim fundum við tré með gómsætum fullþroskuðum litlum plómum og brómberjarunna með þyrnum á... Við fórum aftur til baka að tína plómurnar og súru svörtu brómberin:D Svo komu stelpurnar heim frá leikskólanum og eru núna að éta uppskeruna:D

Friday, July 24, 2009

Að leggja í Hollandi er fokkíng dýrt

Í fyrradag kíktum við í lítinn bæ rétt fyrir utan Amsterdam, sem heitir Haarlem. Gengum við um og höfðum það náðugt, kíktum smá í H&M og á kaffihús. Svo fór að rigna smá á meðan við vorum á veitingahúsarölti svo við kíktum á Tapas stað og fengum okkur ljúffenga tapasrétti. Um leið og við komum út af staðnum byrjaði að rigna... Svo rigndi meira og aðeins meira... Svo komu þrumur og það rigndi sjúklega mikið... Við húktum í smástund undir tré. Svo hættum við okkur í áttina að bílnum okkar og þá kom langmesta rigningin.. við gjörsamlega syntum í gegnum stræti bæjarins. Loksins stytti upp og ákváðum við þá að skjótast inn á kaffihús að hlýja okkur aðeins og þerra okkur... fá okkur smá kaffi:D mmmm Svo fórum við heim.
Í gær tékkuðum við á öðrum, aðeins stærri smábæ í ca 45 mín fjarlægð frá Amsterdam, og heitir Delft. Þaðan kemur hvíta postulínið með bláu mynstrunum... Þar var markaður sem við kíktum aðeins á og fengum okkur góðar hnetur að narta:D Svo kíktum við í kirkju eina á staðnum. Fyndin saga af þessari kirkju. Þetta er hjúgs kirkja með risa turni... Alveg smack við hliðina er önnur kirkja í svipaðri stærð, aðeins lægri þó. Sú kirkja er aðeins eldri. Ég man ekki alveg út af hverju, en gamla kirkjan var þarna lengi vel eina stærsta kirkjan í þessum smábæ, mjög stórfengleg og stór... En svo byggðu þeir aðra kirkju ennþá stærri og söfnuður gömlu kirkjunnar horfðu með öfundaraugum á turn nýju kirkjunnar rísa hærra en turnar gömlu kirkjunnar... Í Delft fundum við sætt torg með veitingastöðum og settumst á einn slíkan og fengum okkur ljúffenga pizzu:D
Í dag fórum við í Utrecht sem er frekar stór borg hér í Hollandi, ca. 45 mín frá Amsterdam. Þar fundum við bílastæðahús sem rukkaði einungis 2 evrur á klst í staðinn fyrir 4,10 evrur á klst... Já, að leggja í Hollandi er fokkíng dýrt... Svo með einhverjum undarlegheitum, þrátt fyrir ónothæfa kortið sem Helga prentaði út af netinu og skrítna GPS tækið hans pabba sem reyndi með endæmum að fá okkur til að ganga í endalausar U-beygur, komumst við í miðbæinn...(Reyndar með minni hjálp, ég sagði, Í þessa átt skulum við fara vegna þess að þarna eru tveir stórir kirkjuturnar sem líta út fyrir að vera miðsvæðis og í sömu átt er sæt brú... þetta mun vera áttin að miðbænum...) Og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér:D Þar ætluðum við að skoða The Central Museum sem er með allskonar águgaverða hluti til að skoða, bæði gamla listmuni, málverk, hönnunarvörur eftir Rietveld(frægur De stijl hönnuður) og allskonar... Hmmm, klukkan var því miður orðin fimm og öll söfn lokuð, það tekur víst soldinn tíma að bíða eftir að pabbi er búinn að borða heila máltíð á Burger King og finna sætan bar þar sem allir hinir gætu fengið sér eitthvað annað að borða en börgerkíng og finna svo safnið... Við s.s. fórum ekki á neitt safn, en við skoðuðum safnabúðina...:D Svo fundum við sætan veitingastað, eftir að hafa séð ógeðslega töfff búð með gamlar myndavélar, m.a. Hasselblad... en hún var lokuð:( Veitingastaðirinn lá við síkið, á svona spes stétt sem liggur neðan við venjulegu stéttina... Þessar stéttir voru notaðar í gamladaga til þess að hlaða varningi af síkjunum til veitingastaðanna og búðanna sem voru svo á efri bakkanum. Núna eru þessar stéttar notaðar undir veitirngastaði. Við stéttirnar undir efristéttnunum eru svo eins og kjallarar sem núna eru veitingastaðir og aðstaða. Voða spes... Náttúrulega aðeins dýrara að borða þarna heldur en annarsstaðar í bænum... En já, við s.s. sátum úti undir beru lofti að borða á neðristéttinni vi síkið og það fór að rigna-hellidembirigna, með þrumum og alles... Helga og Pabbi voru ekki alveg nógu langt undir stóru sól/regn hlífinni svo að þau þurftu að borða með regnhlíf í annarri hönd...:D Svo fórum við á torgið við eina stóra kirkju og þar var verið að sýna Sound of Music í útíbíói:D Awesomeness segi ég því það var fullt af fólki sem sat á bekkjum og stóð þarna og allir sungu með lögunum og púuði á vonda kallinn og klöppuðu fyrir góða kallinum:D Rosa gaman:D Svo drifum við okkur, með aðeins betra kort í höndunum, í bílastæða húsið að sækja bílinn... Það var algert hössl að komast út... Við m.a. þurftum að snúa við rétt við útihliðið þar sem sjálfsalinn þar tók ekki við kortinu hennar Helgu og fara aftur upp á stæði til þess að labba svo í sjálfsalann fyrir framan innganginn fyrir þá sem eru fótgangandi og einhvernveginn leggja pening inn á eitthvað sérstakt kort sem Helga var með og þannig komast út aftur á áðurgreindum stað... Algert vesen... En já, við erum s.s. komin heim heil á höldnu og erum að fara að sofa. Á morgun verður dagurinn þar sem við gerum alla hlutina sem við eigum enn eftir að gera... S.s. fara á sögusafnið, gara í bátasiglingu um síkin og fara í búðir. Svo ætlum við að koma við í búð og ámarkaði að kaupa allskonar góðgæti og búa til Tapas:D namminamminamm:D
Kv. Jóhannatje:D

Friday, July 17, 2009

Smá ferðablogg

Hæhó... Ég er búin að vera að túristast ein um Amsterdam þar sem Helga hefur ekki haft tíma til að vera með mér sökum anna í vinnu... Ég er búin að prófa öll kaffihúsin í Amsterdam og fundið þrjú sem bera fram kaffi að mínu skapi. Heita þau Teahouse, Coffee connection og coffeeSaloon. Svo er hægt að fá voða góðar beyglur á Bagels & Beans, en afar vont kaffi... Ég er búin að skoða Rikjsmuseum, þ.e. alla gömlu Hollensku meistarana s.s. Rembrant og Vermeer. Svo sá ég Van Gogh safnið í gegnum hausana á öðrum túristum og svo fór ég á Waterlooplein markaðinn. Ég hef verið að ferðast um Amsterdam á hjóli sem ég keypti þar sem það var miklu ódýrara að kaupa hjól heldur en að leigja. Þess vegna byrja allir á því að ávarpa mig á Hollensku af því að sæta hjóladruslan sem ég keypti mér er mjööög Hollensk í útliti... Í kvöld ætlar Helga systir að elda þriggja rétta gúrmei máltíð, að mér skilst, hehe, og svo förum við á Bjórstað sem heitir Gollum með Will, breskum vini þeirra og einhverjum vini hans. Gollum selur að mér skilst 100 tegundir af bjór... Daði fékk að ráða... Mamma og Pabbi koma á sunnudaginn:D Þau verða á bíl svo við ætlum að ferðast aðeins um Holland.

Monday, July 13, 2009

Amsterdam túristaklaufabárður

Ok... Fyrsti alvöru túristadagurinn yfirstaðinn, þar sem allir hinir voru "máladagur", "Ikeadagur", "húsgagnasamsetningadagur", "þrífadagur", ... O.fl... Ég hjólaði alla leiðina niður í bæ alein, þar sem Helga var að vinna, frá uuubersuburbia staðnum sem Helga og Daði búa á, tekur ca. 30-40 mín. Lagði fyrir utan Rijksmuseum þar sem allar frægu Rembrant og Vermeer myndirnar eru og skoðaði það í ca. hálftíma, en þar sem það er verið að gera við stóran part af húsinu sem hýsir safnið var einungis partur safnsins opið. Svo gekk ég um miðbæjinn, sá m.a. gamlan róna með mesta hár sem ég hef séð spila á gítar, minnir mig, og öskra... Nei hann söng sko ekki... Öskraði... Efast um að hann hafi fengið mikið af klinki þessi:D Svo sá ég einnig mann reiða reiðhjól... Og já, Ökuníðingurinn í mér fær sko að njóta sín hér:D Ég er svo stórhættuleg á þessu hjóli mínu hér að það hálfa ætti að vera nó, en er það samt ekki:D:D Ég gekk s.s. um miðbæinn og spanderaði evrum á tvöföldu verði... Held ég;/ Keypti m.a. bók sem heitir Evil penguins... Svo á leiðinni heim eftir að hafa sötrað versta kaffi veraldar tókst mér að gleyma að pumpa í framdekkið, sem var orðið algerlega oftaust, þ.a.l. skemma það smá og því óhjólahæft. Þess vegna stoppaði ég einhverstaðar á leiðinni heim til að pumpa í dekkið til að skemma það ekki enn meira með því að reiða það heim... Á meðan ég pumpaði fór hjólið að halla ískyggilega og endaði með að plompa á næsta hjól, auðvitað á meðan eigandi hjólsins, kona um fertugt, horfði á, og kom því heimtaði að ég borgaði henni 15 evrur fyrir að hafa brotið einhverja plasthlíf á afturhjólinu hennar... Hún bauðst til að hjálpa mér að halda í hjólið á meðan ég pumpaði. Ég var með alls 3 evrur í veskinu mínu svo ég þurfti að ganga með henni að næsta hraðbanka, taka út pening og borga henni... Þegar ég rétti henni peninginn var ég farin að skjálfa sökum blöndu af smá hræðslu, pirringi og svengd. Svo labbaði ég heim. Það tók mig ca. einn og hálfan tíma og borðaði þar rúsínur og hnetur húðaðar með súkkulaði og as bókina sem ég keypti... Góða nótt:D

Friday, July 03, 2009

Emsterdem beibí:D

Hjelló:D
Ég er í Amsterdam, eins og kannski einhver veit...:D
Síðustu þrjá daga erum við systir mín og Daði búin að vera á fullu í nýju íbúðinni að sparsla í veggina eftir lélegu verkamennina sem áttu að sjá um það, og pússa sparslið... Svo erum við búin að vera að grunna veggina fyrir málningu og svo loksins mála... Málningin sem við keyptum hét eitthvað "uni deck" eða eitthvað, var s.s. á svakalegu tilboði, og átti að "dekka" eða þekja með einni umferð... Við höfum hinsvegar þurft að fara tvær umferðir af málninguog á sumum stöðum þurft að mála þrjár vegna þess að gáfnaljósin sem byggðu blokkina sem íbúðin er í ákváðu að það væri rosalega sniðugt að hafa suma veggina úr ljósgrænum múrstein sem gerir það að verkum að hann sést extra vel í gegnum málninguna... Ætli við séum ekki búin með 2/3 af málningarverkinu. Við eigum eftir að kaupa parket og leggja á alla í búðina eins og hún leggur sig, nema baðið sem er nú þegar flísalagt(jess...) og þvottahúsið sem væntanlega verður lagt með einhverskonar vatnsþéttu gólfi. gluggarnir á íbúðinni eru fjandi stórir og ná alveg niður í jörð. Við Helga gerðum okkur glaðan morgun og fórum á beyglustað að fá okkur morgunmat:D mmmm namminamm:D Svo var unnið allan daginn þangað til um kvöldið um 7-8 leitið. Þá fórum við á kaffihús og fengum okkur rósavín og Daði fékk sér bjór... Ætli ég skrifi ekki meira seinna...:D
mmm ég fékk búðing áðan með kaffibragði:D