Smá ferðablogg
Hæhó... Ég er búin að vera að túristast ein um Amsterdam þar sem Helga hefur ekki haft tíma til að vera með mér sökum anna í vinnu... Ég er búin að prófa öll kaffihúsin í Amsterdam og fundið þrjú sem bera fram kaffi að mínu skapi. Heita þau Teahouse, Coffee connection og coffeeSaloon. Svo er hægt að fá voða góðar beyglur á Bagels & Beans, en afar vont kaffi... Ég er búin að skoða Rikjsmuseum, þ.e. alla gömlu Hollensku meistarana s.s. Rembrant og Vermeer. Svo sá ég Van Gogh safnið í gegnum hausana á öðrum túristum og svo fór ég á Waterlooplein markaðinn. Ég hef verið að ferðast um Amsterdam á hjóli sem ég keypti þar sem það var miklu ódýrara að kaupa hjól heldur en að leigja. Þess vegna byrja allir á því að ávarpa mig á Hollensku af því að sæta hjóladruslan sem ég keypti mér er mjööög Hollensk í útliti... Í kvöld ætlar Helga systir að elda þriggja rétta gúrmei máltíð, að mér skilst, hehe, og svo förum við á Bjórstað sem heitir Gollum með Will, breskum vini þeirra og einhverjum vini hans. Gollum selur að mér skilst 100 tegundir af bjór... Daði fékk að ráða... Mamma og Pabbi koma á sunnudaginn:D Þau verða á bíl svo við ætlum að ferðast aðeins um Holland.
3 Comments:
hahaha, treysti á að fá að sjá mynd af hjólinu þínu!!! Búin að læra einhverja hollensku?
Dankuvel, asshhublígh, dúí, ... Veit þó ekki hvernig þetta er skrifað...:D
Ég keypti mér tvær einnota myndavélar, er reyndar ekki enn búin að taka mynd af hjólinu mínu, en búin að taka mynd af hjóli sem ég vildi að ég ætti:D
kv. Jóhanna
haha snilld!
Post a Comment
<< Home