Monday, July 13, 2009

Amsterdam túristaklaufabárður

Ok... Fyrsti alvöru túristadagurinn yfirstaðinn, þar sem allir hinir voru "máladagur", "Ikeadagur", "húsgagnasamsetningadagur", "þrífadagur", ... O.fl... Ég hjólaði alla leiðina niður í bæ alein, þar sem Helga var að vinna, frá uuubersuburbia staðnum sem Helga og Daði búa á, tekur ca. 30-40 mín. Lagði fyrir utan Rijksmuseum þar sem allar frægu Rembrant og Vermeer myndirnar eru og skoðaði það í ca. hálftíma, en þar sem það er verið að gera við stóran part af húsinu sem hýsir safnið var einungis partur safnsins opið. Svo gekk ég um miðbæjinn, sá m.a. gamlan róna með mesta hár sem ég hef séð spila á gítar, minnir mig, og öskra... Nei hann söng sko ekki... Öskraði... Efast um að hann hafi fengið mikið af klinki þessi:D Svo sá ég einnig mann reiða reiðhjól... Og já, Ökuníðingurinn í mér fær sko að njóta sín hér:D Ég er svo stórhættuleg á þessu hjóli mínu hér að það hálfa ætti að vera nó, en er það samt ekki:D:D Ég gekk s.s. um miðbæinn og spanderaði evrum á tvöföldu verði... Held ég;/ Keypti m.a. bók sem heitir Evil penguins... Svo á leiðinni heim eftir að hafa sötrað versta kaffi veraldar tókst mér að gleyma að pumpa í framdekkið, sem var orðið algerlega oftaust, þ.a.l. skemma það smá og því óhjólahæft. Þess vegna stoppaði ég einhverstaðar á leiðinni heim til að pumpa í dekkið til að skemma það ekki enn meira með því að reiða það heim... Á meðan ég pumpaði fór hjólið að halla ískyggilega og endaði með að plompa á næsta hjól, auðvitað á meðan eigandi hjólsins, kona um fertugt, horfði á, og kom því heimtaði að ég borgaði henni 15 evrur fyrir að hafa brotið einhverja plasthlíf á afturhjólinu hennar... Hún bauðst til að hjálpa mér að halda í hjólið á meðan ég pumpaði. Ég var með alls 3 evrur í veskinu mínu svo ég þurfti að ganga með henni að næsta hraðbanka, taka út pening og borga henni... Þegar ég rétti henni peninginn var ég farin að skjálfa sökum blöndu af smá hræðslu, pirringi og svengd. Svo labbaði ég heim. Það tók mig ca. einn og hálfan tíma og borðaði þar rúsínur og hnetur húðaðar með súkkulaði og as bókina sem ég keypti... Góða nótt:D

3 Comments:

Anonymous emria segir:

Vá!
ég er....öhm.... orðlaus!

11:14 PM  
Anonymous Harpa segir:

Vá, svaka dagur! Eru ekki lestar/metro eða sporvagnar í Amsterdam?!

Mæli með því að þú finnir þér vinnu í smá tíma því þá færðu launin væntanlega í evrum og þá geturðu eytt meira ;)

2:50 AM  
Anonymous Anonymous segir:

Ég hef ekki tíma til þess að vinna hér... Mamma og Pabbi koma líklega í næstu viku og svo fer ég með þeim til Danmerkur og tjilla hjá hinni systur minni þar til ég hele heim á leið þann 13. ágúst.
Þessi dagur var samt ekki svona hræðilegur eins og hann hljómaði á blogginu... hehe
Og já. sporvagnar eru dýrir... Miklu sniðugra að ferðast um á hjóli, það er allt slétt hérna svo það er frekar auðvelt að hjóla... Og ég og Helga löguðum öll götin á hjólinu mínu svo það ætti að halda lofti núna:D
Kv. Jóhanna

12:00 PM  

Post a Comment

<< Home