Saturday, June 20, 2009

Dæmigert

Endrum og eins þykir mér skemmtilegt að demba hugsunum mínum yfir á aðra... Í hvaða formi sem það er, hvort sem það er bara úti á götu á Klingonsku, í símann við einhvern ókunnugan, sérstaklega við Gallup fólkið... Svo skrifa ég stundum á bloggið mitt, hér þ.e.a.s. Yfirleitt skrifa ég bara eitthvað algert bull, bara svona til að skrifa eitthvað, róa hugann, segja sjálfri mér að ég hafi um nóg að skrifa og að líf mitt sé áhugavert, það áhugavert að ég ætti endilega að skrifa blogg um það... En akkurat núna er ég að skrifa algeran sannleik, allt sem kemur fram í þessu bloggi er sannleikur, hvort sem hann hjálpar lesendum eitthvað með eigið líf eða ekki skiptir ekki máli. Ekkert skiptir máli nema akkurat þetta blogg akkkurat núna. Ég er ekki að skrifa um það sem hefur skeð við mig í umheiminum, heldur skrifa ég mínar dýpstu hugsanir, þær sem fara fram innst í heilanum mínum, þær sem við yfirleitt vitum ekki að við hugsum. Þessar sem hafa áhrif á allt sem við gerum og vitum ekki einu sinni af því... Þær.... Já nákvæmlega, undirmeðvitundin... Eða hvað? Af því að við vitum að við höfum einhversskonar undirmeðvitund og að hún stjórnar, eða allavega reynir, af því að við treystum henni ekki alltaf, ekki nema að lógískt séð hafi hún rétt fyrir sér og við sjáum það auðveldlega... Stundum veit undirmeðvitundin betur og vill að við gerum það sem hún segir okkur að gera, en við bara föttum ekki hvað hún er að biðja okkur um að gera og þ.a.l. gerum við eitthvað annað. Kannski í staðinn fyrir að fá okkur ristað brauð með sultu eins og undirmeðvitundin segir okkur að gera þá fáum við okkur hafragraut... Svo þegar við komum við heim í kvöldmat, og gettu hvað er í matinn... Hafragrautur... "Og ég var að éta svoleiðis fyrir þrem klst"... Dæmigert?

1 Comments:

Anonymous Anonymous segir:

Hæ hæ.....hlakka svo til að sjá þig í sumar :O) Við dúllum okkur saman tvær einar meðan börnin eru á leikskóla og Halli yndisfríði vinnur :O)
Knús Svansa

8:57 PM  

Post a Comment

<< Home