Friday, July 24, 2009

Að leggja í Hollandi er fokkíng dýrt

Í fyrradag kíktum við í lítinn bæ rétt fyrir utan Amsterdam, sem heitir Haarlem. Gengum við um og höfðum það náðugt, kíktum smá í H&M og á kaffihús. Svo fór að rigna smá á meðan við vorum á veitingahúsarölti svo við kíktum á Tapas stað og fengum okkur ljúffenga tapasrétti. Um leið og við komum út af staðnum byrjaði að rigna... Svo rigndi meira og aðeins meira... Svo komu þrumur og það rigndi sjúklega mikið... Við húktum í smástund undir tré. Svo hættum við okkur í áttina að bílnum okkar og þá kom langmesta rigningin.. við gjörsamlega syntum í gegnum stræti bæjarins. Loksins stytti upp og ákváðum við þá að skjótast inn á kaffihús að hlýja okkur aðeins og þerra okkur... fá okkur smá kaffi:D mmmm Svo fórum við heim.
Í gær tékkuðum við á öðrum, aðeins stærri smábæ í ca 45 mín fjarlægð frá Amsterdam, og heitir Delft. Þaðan kemur hvíta postulínið með bláu mynstrunum... Þar var markaður sem við kíktum aðeins á og fengum okkur góðar hnetur að narta:D Svo kíktum við í kirkju eina á staðnum. Fyndin saga af þessari kirkju. Þetta er hjúgs kirkja með risa turni... Alveg smack við hliðina er önnur kirkja í svipaðri stærð, aðeins lægri þó. Sú kirkja er aðeins eldri. Ég man ekki alveg út af hverju, en gamla kirkjan var þarna lengi vel eina stærsta kirkjan í þessum smábæ, mjög stórfengleg og stór... En svo byggðu þeir aðra kirkju ennþá stærri og söfnuður gömlu kirkjunnar horfðu með öfundaraugum á turn nýju kirkjunnar rísa hærra en turnar gömlu kirkjunnar... Í Delft fundum við sætt torg með veitingastöðum og settumst á einn slíkan og fengum okkur ljúffenga pizzu:D
Í dag fórum við í Utrecht sem er frekar stór borg hér í Hollandi, ca. 45 mín frá Amsterdam. Þar fundum við bílastæðahús sem rukkaði einungis 2 evrur á klst í staðinn fyrir 4,10 evrur á klst... Já, að leggja í Hollandi er fokkíng dýrt... Svo með einhverjum undarlegheitum, þrátt fyrir ónothæfa kortið sem Helga prentaði út af netinu og skrítna GPS tækið hans pabba sem reyndi með endæmum að fá okkur til að ganga í endalausar U-beygur, komumst við í miðbæinn...(Reyndar með minni hjálp, ég sagði, Í þessa átt skulum við fara vegna þess að þarna eru tveir stórir kirkjuturnar sem líta út fyrir að vera miðsvæðis og í sömu átt er sæt brú... þetta mun vera áttin að miðbænum...) Og viti menn, ég hafði rétt fyrir mér:D Þar ætluðum við að skoða The Central Museum sem er með allskonar águgaverða hluti til að skoða, bæði gamla listmuni, málverk, hönnunarvörur eftir Rietveld(frægur De stijl hönnuður) og allskonar... Hmmm, klukkan var því miður orðin fimm og öll söfn lokuð, það tekur víst soldinn tíma að bíða eftir að pabbi er búinn að borða heila máltíð á Burger King og finna sætan bar þar sem allir hinir gætu fengið sér eitthvað annað að borða en börgerkíng og finna svo safnið... Við s.s. fórum ekki á neitt safn, en við skoðuðum safnabúðina...:D Svo fundum við sætan veitingastað, eftir að hafa séð ógeðslega töfff búð með gamlar myndavélar, m.a. Hasselblad... en hún var lokuð:( Veitingastaðirinn lá við síkið, á svona spes stétt sem liggur neðan við venjulegu stéttina... Þessar stéttir voru notaðar í gamladaga til þess að hlaða varningi af síkjunum til veitingastaðanna og búðanna sem voru svo á efri bakkanum. Núna eru þessar stéttar notaðar undir veitirngastaði. Við stéttirnar undir efristéttnunum eru svo eins og kjallarar sem núna eru veitingastaðir og aðstaða. Voða spes... Náttúrulega aðeins dýrara að borða þarna heldur en annarsstaðar í bænum... En já, við s.s. sátum úti undir beru lofti að borða á neðristéttinni vi síkið og það fór að rigna-hellidembirigna, með þrumum og alles... Helga og Pabbi voru ekki alveg nógu langt undir stóru sól/regn hlífinni svo að þau þurftu að borða með regnhlíf í annarri hönd...:D Svo fórum við á torgið við eina stóra kirkju og þar var verið að sýna Sound of Music í útíbíói:D Awesomeness segi ég því það var fullt af fólki sem sat á bekkjum og stóð þarna og allir sungu með lögunum og púuði á vonda kallinn og klöppuðu fyrir góða kallinum:D Rosa gaman:D Svo drifum við okkur, með aðeins betra kort í höndunum, í bílastæða húsið að sækja bílinn... Það var algert hössl að komast út... Við m.a. þurftum að snúa við rétt við útihliðið þar sem sjálfsalinn þar tók ekki við kortinu hennar Helgu og fara aftur upp á stæði til þess að labba svo í sjálfsalann fyrir framan innganginn fyrir þá sem eru fótgangandi og einhvernveginn leggja pening inn á eitthvað sérstakt kort sem Helga var með og þannig komast út aftur á áðurgreindum stað... Algert vesen... En já, við erum s.s. komin heim heil á höldnu og erum að fara að sofa. Á morgun verður dagurinn þar sem við gerum alla hlutina sem við eigum enn eftir að gera... S.s. fara á sögusafnið, gara í bátasiglingu um síkin og fara í búðir. Svo ætlum við að koma við í búð og ámarkaði að kaupa allskonar góðgæti og búa til Tapas:D namminamminamm:D
Kv. Jóhannatje:D

3 Comments:

Anonymous emria segir:

Hva´ bara alltaf rigning?

Ég lenti í þrumuveðri seinustu helgi.....
-allsvakalegt alveg, sumarbústaðurinn nötraði!

Annars vona ég að þú hafir það gott og að þú hafir tekið fullt af myndum...!

7:05 PM  
Anonymous Anonymous segir:

Jæja Jóhannetje mín litla. Njótið voða vel að vera hjá svönsu stóru systir. Ekki gleyma að kveikja á msn á kvöldin svo við getum spjallað. Við skulum passa upp á hjólið þitt þangað til þú kemur aftur !

Kv Helga

10:48 AM  
Anonymous Harpa segir:

Hehe, skemmtileg bílastæðasaga... er saga á bakvið jóhannatje?

12:00 AM  

Post a Comment

<< Home