í sumarfríi
Ég er s.s. komin til hinnar systur minnar, Svönsu. Kom þangað í fyrradag eftir tíu tíma akstur. Í gær fórum við í hjólatúr út að vatninu hérna rétt hjá og borðuðum nesti og lágum í sólbaði á teppi á grasinu. Svo fengum við Ferskan grillaðan maís og lúngamjúkan kjúkling:D Namminamm. Svo fóru stelpurnar litlu í leikskólann í morgun og ég og Svansa gengum um skóginn að skoða ávextina sem vaxa þar. Á leiðinni heim fundum við tré með gómsætum fullþroskuðum litlum plómum og brómberjarunna með þyrnum á... Við fórum aftur til baka að tína plómurnar og súru svörtu brómberin:D Svo komu stelpurnar heim frá leikskólanum og eru núna að éta uppskeruna:D
3 Comments:
En gaman! Er ekki gott veður hjá ykkur? Fórum á gay parade um daginn í Amsterdam, húllumhæ eins og endranær. Þið verðið að kveikja á skæp af og til, væri mjög til í að spjalla við ykkur eitthvað kvöldið. Hvað með í kvöld?
Kv Helga
Hvernig er að vera kominn heim aftur? Mini-hitabylgja hér þessa dagana...
Kv Helga
Mig langar í nýtt blogg....
Post a Comment
<< Home