Wednesday, April 30, 2008

Barablogg

Júhúúúú ég á seðla á rafrænu formi:D
Vill einhver koma með mér að eyða?
Pabbi vinnur hörðum höndum að því að setja nýjar hurðir og dyrakarma á efri hæðinni, ásamt því að vera á fullu inni í þvottahúsi að setja upp nýja innréttingu og að flísaleggja gólf og veggi þar. Þannig að nú er engin hurð á herberginu mínu... Ekkert einkalíf:(
Þetta er búinn að vera yndislegur dagur. Ég var að vinna í Þjóðminjasafninu í dag með skemmtilegum stelpum, Helga kom í heimsókn í vinnuna, og líka Elísabet. Ég borðaði góða skyrtertu í vinnunni:D Ég fór í ræktina með Helgu, Daða og Pétri, vini Daða og svo í heita ljópottinn í Laugardalslauginni eftirá. Eftir það fórum við út að borða á Banthai, sem er thalienskur staður fyrir ofan Hlemm, þar sem Devitos Pizza er. Ég fékk æðislegt Masaman Karrí:D Svo ákvað Daði að splæsa:D Ah, ég er þreytt og ég gæti sofnað á stundinni.
Allt eru þetta frekar hversdagslegir hlutir en saman gera þeir skemmtilegan dag og frekar óáhugavert blogg...

Friday, April 25, 2008

Jeramías

Ahhh kaffið er gott á listasafninu:D Hér eru tvær aumingjansstelpur að læra saman undir sögupróf... Þær tala mikið um Douglas Mcarthur, Víetnam og Crussjoff:D Aðrar tvær, eldri konur á fertugsaldrinum, hlægja óstjórnlega mikið vegna einhvers sem ég veit ekki hvað er... Ég vona að aðhlátursefnið sé ekki bólan í eyranu mínu sem hlýtur að sjást rosalega vegna föstu fléttunnar sem situr bólu megin á höfðinu mínu... :)
Ég er s.s. í fríi í dag eftir margra daga samfleytta vinnu á ýmsum útibúum Kaffitárs... Ég hef ekekrt að gera, ég á enga peninga.

Wednesday, April 23, 2008

Tilvitnun

Ok, ein tilvitnun í viðbót.
Þetta var sagt af einhverjum snillingi um Eurobandið:"Þau líta út fyrir að vera systkini sem stunda sifjaspell"... Þarf að segja meira, er þetta ekki eina snilldin sem þarf til þess að búa til eitt stykki blogg?

Tuesday, April 22, 2008

Listóleiði

Ég er að beyglast niður á Kaffitári í Listasafninu. Það er voða lítið að gera, sem er mjög þægilegt, fínt líka að hlusta á Nina Simone og einhverja franska tónlist og Putamayo... Svo komu Helga stóra systir og Aðalheiður vinnufélagi í heimsókn... Núna eru allir farnir og ég hef ekkert að gera nema að reyna að finna eitthvað áhugavert á netinu eða að blogga. Svo hafa allar vinkonurnar, sem ég treysti á að kæmu í heimsókn, beilað... "Nei ég er að læra", ussuss...hehe

Ég er búin að drekka ógrynni af súkkulaði og er orðin frekar viðkvæm í maganum:(

Wednesday, April 16, 2008

Opið hús:D

Opið hús
Laugardaginn 19. apríl
kl. 14-17
í Myndlistaskólanum í Reykjavík
Hringbraut 121
(skólanum mínum)
Allir velkomnir:D
Dagskrá á opnu húsi:
Sýning á verkum eftir nemendur skólans.
Opin verkstæði og kennslustofur.
Gestir geta spreytt sig á hreyfimyndagerð og skuggaleikhúsi,
tekið ljósmyndir með camera obscura
og gripið í leirrennslu á rennibekk.
Kennarar og nemendur sem eru í fullu námi
í skólanum verða á staðnum og
svara fyrirspurnum um nám við:
  • Myndlista-og hönnunarsvið
  • Keramikkjörsvið og Mótun-leir og tengd efni

Boðið er upp á vöfflukaffi:D

Ég verð líka þarna svo þið verðið að koma og sjá lokaverkið mitt!!!!

Wednesday, April 09, 2008

Listaháskólinn Loading°°°°°

Ég hef verið boðuð í viðtal hjá Listaháskólanum í Reukjavík. Hef ég þar 15 mínútur til þess að sanna mig sem upprennandi listamann.


sjitt...


Í Máli og menningu um daginn fjárfesti ég í Persepolis á dvd og einnig Hjaltalín diskinum, sá sem skreyttur er með málverki eftir Eggert Pétursson. Einnig var ég að borga mig inn á árshátíð bekksins okkar. Svo hef ég verið að eyða aurum í hitt og þetta og fljótir eru nú fimmhundruðkarlarnir að fara í Nóatúni á neðri hæðinni. Svo þarf ég að taka þátt í tryggingarfésútláti fyrir húsnæði árshátíðarinnar okkar þar sem ég er í árshátíðarnefnd þannig að á morgun verð ég blönk. Svo kemst ég ekki í útskriftarkjólinn minn þannig að ég er allt annað en sátt við lífið þessa dagana, já Jóhanna María er taugatrekkt, feit og BLAUNK.