Wednesday, November 29, 2006

America's next top model stelpurnar valdar fyrir næstu þáttaröð

Sannleikur sem stúlkurnar í AMTN þyrftu að tileinka sér... Sem fyrst:
Þótt þú sért ofur-æst, þýðir það ekki að þú hafir stóran persónuleika! Það þýðir aðeins að þú sért fífl.

Sunday, November 26, 2006

Er ég tröll?

Vááá... Mamma og Pabbi voru að kaupa rúm handa mér í jólagjöf. Sjitt, ég sver það, það er svo hrikalega stórt að öll húsgögnin í herberginu mínu eru eins og dúkkuhúsgögn í samanburði við það! Þetta rúm er huuuuges... Ég sef svo nálægt loftinu að ég gæti kafnað...

Friday, November 24, 2006

Ekkert listrænt blogg í dag.. hehe

Örvæntið ekki eftir mitt síðasta blogg.... Mér gekk ekki eins illa í stærðfræðiprófinu og lét af. Hin heilaga tala, sjö, ákvað að veita mér ánægju með viðveru sinni þegar ég fékk prófið aftur í hendur.
Hins vegar ákvað sexan að tauta svolítið í mér á erfðafræðiprófinu og verð ég víst að bæta mig á þeim vettvangi.
Jólaprófin á næsta leiti og því er tíminn þangað til tilvalinn til jólagjafainnkaupa og smákökubaksturs.
Mig langar í nýja tónlist. Gefið mér tónlist í jólagjöf! Djók, ég ætla mér ekkert að vera frek eða neitt svoleiðis, bara... Æ þið vitið... Mig langar í eitthvað nýtt með Yan Tiersen, en hann samdi tónlistina fyrir Amèlie. Og ef þið eruð ekki viss um hvaða tónlist þið viljið gefa mér, endilega gefið mér eitthvað sem ég get skipt... hehheheheh, oj hvað ég er dónaleg. Ég er bara stressuð fyrir jólaprófin, það er ástæðan fyrir dónalegheitunum í mér, ekkert annað.

Wednesday, November 22, 2006

Á sandi byggði....

Fjandinn.... Ég var að komast að því að prófið sem ég tók í stærðfræði á föstudaginn var bara helvítis klúður.... Ég steypti og steypti en ekkert sement var í steypunni og því molnaði hún bara niður!!! Ég hlakka ekki til þess að fá einkunnina.

Saturday, November 18, 2006

Kráks of the herm

Stundum finnst mér að heimurinn sé að herma eftir mér, enda er ég svo uubersvöl! Eins og t.d. geri ég ekki eitthvað af því að mér finnst það rangt eða nenni ekki að standa í því. Dæmi: ég drekk ekki og stuttu eftir að ég tók þessa ákvörðun, í þriðja bekk held ég, að drekka ekki, kom risastór heilsíðuauglýsing í einhverju "mikilsvirtu", innlendu slúðurtímariti þar sem sýndar voru myndir af landsþekktum persónum, ásamt Evu(Silvíu Nótt), sem ákveðið höfðu að drekka ekki... Eftirhermur!!!
Svo eru einhver fleiri dæmi um þetta sem ég man bara ekki eftir, en mann þó að áttu sér stað...

Thursday, November 09, 2006

Jåhå...

Það er víst búið að breyta dagsetningunni á jólatónleikum MR-kórsins. Þeir verða ekki þann 20. des. heldur annaðhvort 21. eða 22. desember.

Dálítið dularfullt er á seiði
í gluggakistunni minni.
Þar situr gúmmífroskur,
svartur og rauður, með gapandi gin.
Við hlið hans liggja tvær, dauðar flugur
á bakinu.

Það er víst orðið svo alvarlegt ástand á frönskubekknum að einungis tveir nemendur úr sjötta bekk ætla að láta sjá sig í París í páskafríinu! Ég og Tinna!!! Erum við að reyna að laga þetta ástand með því að fá því fram að a.m.k. einn, mjög áhugasamur, þýsku-og rússneskutalandi gestur fái að sleppa í gegnum hinar alfrönsku varnir kennaranna!

Sunday, November 05, 2006

Partýanímal

Helvítis stærðfræðipróf á morgun, óteljandi reglur og sannanir sem enginn möguleiki er á að skilja! Ég hata líka skilgreiningar....

Á föstudaginn mætti ég í kórpartý sem Helgi litli hélt... Geðveikt stuð og þvílík skemmtun... Það byrjaði samt allt of rólega, þegar við Þórkalta og Jóna(stelpur í kórnum) mættum á svæðið sat allt liðið í sófanum eða stóð í eldhúspartýi og spjallaði... Í PARTÝI!!! Þetta er enginn helv. Kiwanis fundur skal ég segja ykkur!!!

Við stúlkurnar reyndum að blanda okkur í hópinn og gerðum nokkrar tilraunir til þess að spjalla við fólkið, en það endaði alltaf með því að fólkið hvarf og myndaði spjallhóp einhversstaðar annarsstaðar, svo við gáfumst upp og fórum að dansa.... Eftir smá stund voru allir orðnir leiðir á fundahaldinu og fóru líka að dansa!! Loksins.... Þetta stóð fram til kl. hálftvö, en þá voru margir farnir heim að sofa... Um tvöleitið fórum við stúlkukindurnar að drattast heim og sátu þá enn nokkrir eftir í sófanum, og var aftur komið spjall-time... Þetta var fínasta partý og vona ég að fleiri af nesinu taki af skarið og haldi kórpartý í bráð.

Takk fyrir mig, haldið áfram að lesa.. hehe