Jess jamm og jæja
Pípari að sópa gólfið í vaskahúsinu... og nenei, hann var sko ekki að sópa rusl af gólfinu... Hann var að sópa vatn!! Nágranninn sem býr í íbúðinni við hliðina stóð þarna yfir honum og spjallaði!!!
Þá hafði þetta víst gerst þannig að Þór(nágranninn) og fjölskylda höfðu notað vatnið í sinni íbúð með þeim afleiðingum að flæddi heljarinnar vatnsflóð úr einhverri pípu, sem átti að vera óvirk en var greinilega ekki, út um allt vaskahússgólf. Píparinn, sem er búinn að vera í vaskahúsinu síðustu daga að dikta að ýmsu svo sem að bora stóra holu í vegginn og út svo einhver pípa komist þar í gegn, tók þá til sinna ráða og hóf að sópa vatninu út í gegnum gatið í veggnum.
:) Allíúbba....