Friday, July 25, 2008

foreldrar...

Stundum líður mér eins og ég búi með tveim uppreisnarunglingum. Talandi um "midlifecrisis"...

Wednesday, July 23, 2008

Útvöxtur á enni til ama

Ég þrái að binda enda á þjáningar mínar. Óþægindin orsakast af ofvexti á ofan-og framan-verðri höfuðkúpu minni og ekki falla mér margir kostir í völ við að losna við þetta, heilkenni, eins og það er kallað. Já ég þjáist mjög og á hverjum degi. Þessi ofvöxtur veldur óbærilegri svitamyndun á enninu og stundum á ég erfitt með að sjá skýrt sökum tímabundinnar hálfblindu. Einnig veldur ofvöxturinn verkjum í hálsvöðvum sem leiðir út í axlir og stundum ofanvert bak. ég á mér einungis tveggja kosta völ, annan völ sem kostar fjárútlát og hinn sem mun aftra mér í smá tíma þar til heilkennið hefur vaxið út. Ég hef ákveðið að fyrri kosturinn henti mér betur og þarf ég að greiða úr þessu vandamáli sem fyrst, þar sem ég er á pantað flug til Lundúna næsta mánudag. Því þarf ég að hafa hraðan á og ákveða hvenær ég hef tíma til að fara í klippingu...

Saturday, July 19, 2008

Alein:(

Fimmtudagskvöldið var eitt það stelpulegasta sem ég hef upplifað lengi. Eftir lokun á tárinu í Kringlunni, um 10-leitið, hitti ég Kaffitárskrakkana á Prikinu á svokölluðu bjórkvöldi. Ég ákvað að taka stelpulegheitin á þetta og fékk mér Ananasbreezer, sem er að sjálfsögðu eitt það stelpulegasta senm hægt er að fá sér á bar, fyrir utan kannski vatnsmelónubreezer... En það eru náttúrulega bara skinkur sem drekka svoleiðis... Hóflega snemma, sökum strætóþurftar, fór ég heim, þ.e. um 12leitið, og horfði á Flashdance. Flashdance er STELPUmynd... og hommamynd... hehe:D
Það er eitthvað annað en laugardagskvöldið mitt akkurat núna... Ég er svo einmana. Það er svo viðbjóðurslega gott veður og ég var búin að vinna kl. 16:30. Að sjálfsögðu langaði mig að gera eitthvað með góðri vinkonu, úti í góða veðrinu... Ég hringdi í eina, en hún var úti á landi, komst ég svo að því að önnur var að vinna uppi í Smáralind, og sú þriðja svaraði ekki símanu, líklegast upptekin við vinnu. Ég s.s. kom við í Hagkaupum á leiðinni út úr Kringlunni, keypti tortellíní og safa, og hélt heim á leið. Ég þurfti að taka tvo strætóa heim, sem þýddi að ég beið í hálftíma niðri í miðbæ á Lækjartorgi og horfði á vini og kærustupör ganga upp og niður Laugaveginn, og ég sá ekki eitt andlit sem ég kannaðist við... jú ég sá Björn Bjarnarson keyra með dræverinum sínum á Lækjargötunni... Er ég virkilega meira einmana en hann? Takið svo eftir því fyrir ofan að ég var EIN að horfa á Flashdance!!!
Já, snilldinni og fegurðinni fylgir einmannalegur verðmiði...

Tuesday, July 15, 2008

Gegnsæi

Nýrað í mér kippist til
í hvert sinn sem ég sé þig
og undirhárin á höfði mínu
gefa frá sér sting,
líkan þeim sem kemur
er bitlausri rakvél er strokið upp kálfann.
Í þau skipti sem þú kemst að því
að ég er að stara á þig
þá finn ég svitann streyma niður
á milli brjóstanna
og vildi þá að ég hefði ekki augu.
Munnur minn verður skyndilega andfúll
og blettirnir í handakrikunum stækka
í hvert sinn sem ég þarf að eiga við þig orð
og reyni ég því ávallt að komast hjá samskiptum við þig.
Þegar ég sé þig nálgast
breytist gólfið undir fótum mínum í stingandi kaktus
og ég neyðist til þess að flýja inn á salerni.

Wednesday, July 09, 2008

Kórablogg

Ég er komin með tvo nýja linka. annar er linkur inn á kórabloggið og hitt á eitt ákveðið blogg á síðunni sem skrifað var af öðrum kórfélaga. Endilega lesið þetta því ég nenni ekki að skrifa svona langt blogg sjálf:D
Hlekkina er að finna í dálknum "nýjir hlekkir":)

Sunday, July 06, 2008

Úglandablogg 2

Ok. Veðrið í sumarbústaðnum var ekki beint Bongó, en... Það var samt alveg nógu gott... Fyrstu dagarnir tveir var vindum frá landi og niður að sjó, og gerði það að verkum að á ströndinni var allt morandi í svörtum pínulitlum bjöllum sem sóttu í sólarvörnina. Svo fór veðrið batnandi, þ.e. vindurin skipti um átt, það var enn skítkalt, en ekki sást mikið af pöddunum:D Svo seinustu tvo dagana var Bongó:D Rosalega heitt, úff. Seinasta kvöldið okkar elduðum við dýrindis labmakjöt með rjómaosta sveppa sósu, grænmetisgramsi og rauðu og gulum:D Enda var afmælisdagur hennar Svönsu okkar kominn að kveldi. Ég og Svansa fengum ógeðslegt kvef í sumó og vorum hálfóvirkar í samræðum og þess háttar í tvo daga. Saunan á staðnum komst aldrei í gagnið, enda var aðeins of heitt inni í óloftkældum sumarbústaðnum. Sæl að sinni:D