Thursday, December 27, 2007

Minning

Ég unni mér betur
í minni þínu.
Þar var ég hulin
og að hluta til gleymd,
og að hluta til minnst.
Þú hefur sótt mig
á enda veraldar
og hvorugt okkar
er eins og hefði átt að vera.
Eiginlega erum við bæði verri en áður
og því sprautast út úr þér lífið,
rauðagyllt og lekandi.

Wednesday, December 19, 2007

Knúsíbolla

Ég er búin að pakka inn öllum jólagjöfunum. Það tók ekkert langan tíma en það tók á þolinmæðina...
Ég fæ að sjá Ísabellu og Rakel og Snönsu og Halla eftir 5 daga:D
Ég hitti Haffa um daginn og fékk knús:D
Mig langar í knús... Hver vill gefa mér knús?
Knús hér?("0) Knús þar?(0") Hvar fæ ég knús???

Thursday, December 13, 2007

smá, pons

Prófstress og kvíði:(
Loftið var solid af snjó í kvöld og rauða kápan mín skipti um lit í veðrinu.
Svo um borð í strætó þá bráðnaði snjórunn utan á mér og ég varð rennandi blaut. Oj...

Tuesday, December 11, 2007

ýmist

"Hæ ég er hér kominn til þess að sitja yfir ykkur þetta fyrsta kvöld afplánunar í Ökuskóla 1", voru fyrstu orð ökuskólakennarans í gærkvöldi. Fokking þrír og hálfur klukkutími. Við tókum svo prufuökupróf og í A hluta fékk ég 3 villur og í B hluta 5 villur.... Verð víst að lesa eitthvað smá... Booooring hehe

Nýtt uppáhaldslag: Fat bottomed girls... ó yeah!!! Er að hlusta á það núna

Hey Eva, ég fór í Skífuna í Kringlunni og spurði um nýjan Yello geisladisk og gaurinn bara :"hey, er kominn nýr diskur með þeim? Ég vissi það ekki, hef nebbla verið smá að hlusta á þá"... Þú ert ekki ein:D Held hann sé fastagestur á Kaffitári.
Þetta blogg tók 3 mínútur og 24 sekúndur:D

Friday, December 07, 2007

brúmskí

Hverjum get ég mútað til að pakka inn jólagjöfunum mínum???? (mútur=samvera mín á meðan innpökkun stendur-ég skal vera putti:D).
Ég er búin að finna mér upp nýtt áhugamál. Það nýjasta sem ég er farin að eyða tíma mínum í er að perla á vír með litlum glerperlum. Ég bý til blóm og snjókorn, ég er ansi stolt af mér... Ekki samt hafa neinar áhyggjur, ég er ekki farin í krosssauminn, enda kannski eins gott. Vírinn slitnar ekki eins og aumur þráður sem þolir ekki smá kippi....

Thursday, December 06, 2007

Jólagjafaóskalisti

bækur-kiljur takk:D, t.d.:
-Terry Pratchett discworld series(fást ódýrar í Nexus ár rúmlega 1000 kall)-ég á þegar Reaper man, Hogfather og Smallgods
-Kannski Mæling heimsins-fannst hún hljóma ágætlega í sjónvarpsauglýsingunni
-Series of unfortunate events í kilju á ensku- ég á Reptile room
-Plís ekki gefa mér bækur sem nota Flugdrekahlauparann sem sölubúst.... Frekar þá gefa mér Flugdrekahlauparann-aldrei lesið hana...
-Kannski Skuggabaldur eftir Sjón ef hún hljómar spennandi á bakhlið
-Mér finnst Svava Jakobsdóttir soldið spennandi höfundur líka
-Eða bara einhverja aðra bók-munið, kiljur sem hægt er að lesa uppi í rúmi:D-með heitt súkkulaði og smáköku...

tónlist:
-Michigan með Sufjan Stevens-eða annað með sama söngvara(ég á þegar Sevens Swans, A sun came og Illanois)-ég er samt ekkert hræðilega spennt fyrir Avalance....
-Björk nýji diskurinn ef hann er ekki of dýr...
-Sigurrós, ekki Takk-ég á hann:D
-Ég er alltaf spennt fyrir nýrri tónlist svo, ef þið treystið ykkur til að velja eitthvað:D

Annað:
-Eitthvað fallegt
-Hvít jól
-stóran knús frá þér:D