Monday, December 29, 2008

People are strange

Leiðbeiningar:
1. Settu iPodinn, iTunes, (eitthvað tónlistarforrit...) á Random/shuffle...
2. Ýttu á "next" takkann til að fá svar við eftirfarandi spurningum.
3. ÞÚ VERÐUR AÐ SKRIFA NIÐUR NAFNIÐ Á LAGINU SEM KEMUR, HVERSU ILLA SEM ÞAÐ PASSAR VIÐ SPURNINGUNA.

1. IF SOMEONE SAYS "IS THIS OKAY?" YOU SAY?
2 birds(Mugison)

2. HOW WOULD YOU DESCRIBE YOURSELF?
Twisted logic(Coldplay) eiginlega satt samt...

3. WHAT DO YOU LOOK FOR IN A GUY/GIRL?
O Pamela(Nouvelle Vague útgáfan...) haha Anderson...

4. HOW DO YOU FEEL TODAY?
My little town(Simon & Garfunkel) lalala:D

5. WHAT IS YOUR LIFE PURPOSE?
The first cut is the deepest(Cat Stevens) masókisti, that's me...

6. WHAT IS YOUR MOTTO?
Shiver(Coldplay) Fíla kulda... ójá.

7. WHAT DO YOUR FRIENDS THINK OF YOU?
Merman(Emiliana Torrini) í köldum sjónum

8. WHAT DO YOUR PARENDS THINK OF YOU?
White Light(Gorillaz) Ég skín eins og stjarna:D

9. WHAT DO YOU THINK OF A LOT?
Orgullecida(Buena Vista Social Club) Ef ég bara vissi hvað þetta þýddi, og nennti að tékka á
Babelfish...

10. WHAT DO YOU THINK OF YOUR BEST FRIEND?
For me and my Gal(nafn söngvara ekki getið)

11. WHAT DO YOU THINK OF THE PERSON YOU LIKE?
L'Amour Parfait(Cali) Sætti mig ekki við neitt minna.

12. WHAT IS YOUR LIFE STORY?
Play dead(Björk) nenni ekki að hlaupa...

13. WHAT DO YOU WANT TO DO WHEN YOU GROW UP?
J'm'en fous pas mal(Edit Piaf)

14. WHAT DO YOU THINK WHEN YOU SEE THE PERSON YOU LIKE?
Here I am(Lay Low) Ekki horfa undan.

15. WHAT WILL YOU DANCE TO AT YOUR WEDDING?
Your heart is an empty room(Death cab for cutie) viðeigandi...

16. WHAT IS YOUR HOBBY/INTEREST?
Blue eyed pop(Sykurmolarnir/Sugarcubes)

17. WHAT IS YOUR BIGGEST FEAR?
Carnival Town(Norah Jones) sjúkt krípí staður skal ég segja þér...

18. WHAT IS YOUR BIGGEST SECRET?
The tallest man, the broadest shoulders: Pt. 1: The great frontier/Pt. ...(Sufjan Stevens) Ekki
segja neinum...

19. WHAT DO YOU THINK OF YOUR FRIENDS?
Satan's Saxophones(Sufjan Stevens) Þetta hefði reyndar verið fyndið sem svar við eiginlega hverju sem er...

20. SONG THEY WILL PLAY AT YOUR FUNERAL.
Les Fleurs(Ridan)

21. WHAT WILL YOU POST THIS AT?
People are strange(The Doors)

Sunday, December 28, 2008

Sigga litla systir mín...

Með hvítar slettur í hárinu og brún, drullug hné mætti halda að ég ynni fyrir mér sem ódýr þerna næturinnar en nei, ég er einungis útötuð rjómaklessum og kaffikorgi.

Monday, December 22, 2008

Gleðileg jól




Á miðvikudaginn:D

Thursday, December 18, 2008

Composition 1

Ég get ekki beðið eftir að opna 2009 dagatalið mitt sem inniheldur 12 prent eftir Hokusai... Ég get heldur ekki beðið eftir því að sjá fjölskyldu mína á morgun og hinn. Pabbi kemur á morgun eftir 4 mánaða "útlegð" í Argentínu og Úrúgvæ, Helga og Daði koma á laugardaginn og Svansa, Halli, Rakel og Ísabella koma líka á laugardaginn.

Á sunnudaginn kl 20:00 verður kyrrðarstund/tónleikar með kórnum mínum í Lindakirkju (í kópavoginum...). Kirkjan er ekki fullbyggð þannig að það gæti orðið smá kalt þarna. Það verða bara fullt af kertum og kósýheit. Við syngjum einhver 4-5 lög og á milli verður saga aðventukertanna lesin upp. Það kostar ekkert inn og við viljum fá að sjá sem flesta:D

Mjá...

Saturday, December 06, 2008

Sleiktu á þér olnbogann

Mjá, tónleikarnir gengu ágætlega í gær að undanskildu atvikinu þegar allir kórarnir gleymdu að syngja úúú (nema einhverjir fjórir, þar með talin ég...) á meðan Regína Ósk söng eitthvað erindi í Silver Bells...
Ég er næstum búin að kaupa allar jólagjafirnar:D
Ég er búin að taka 1/1 jólaprófið... Svo er að sjá hversu mikil eða lítil áhrif þessar 3x600mg Íbúfen höfðu á skrifgetu mína.
Ég fór á föstudaginn í bókasafnið í skólanum og valdi e-r þrjár bækur um Land art svo maður geti farið að drífa þessari ritgerð af sem á að skila á mánudaginn. Þegar ég kom á afgreiðsluborðið skoðaði bókasafnsvörðurinn bækurnar og sagði:"Veistu ég veit um alveg slatta af listamönnum sem vinna í Land art" og dró mig að bókahillunum. Þegar bókasafnsferðinni var lokið rétt stóð ég úti í strætóskýli á háum hælum(veit ekki hvernig ég komst þangað, ég þurfti að staulast yfir einhvern móa) með stóra þunga tösku á annarri öxlinni og með tvo stóra hvíta poka í sinni hvorri höndinni með ca. fjórum 2 kílóa bókum ofan í, að hlusta á geðveikt rólegt lag með Ninu Simone.

Tilvitnun vikunnar:"Bíddu, Van Gogh? Er það ekki sá sem beit af sér eyrað?"... Og svo dó ég úr hlátri við tilhugsunina.