Wednesday, September 19, 2007

Kerfishrun kjöltutóls

Þessi frétt mun vera gömul en ég flyt hana nú samt.
Á þriðjudaginn í seinustu viku átti sér stað hræðilegur atburður. Fallega, yndislega, ótrúlega blíða og góða kjöltutólið mitt lést er ég studdi á Power takkann í tölvutíma. Það byrjaði að haga sér skringilega er það var að starta sér, láréttar línur birtust á skjánum og ferðuðust um upp og niður og ég vissi ekki hvað var að gerast. Ég endurræsti því tölvuna mína en sama sagan endurtók sig og ég neyddist til þess að vinna með skjáinn í ólagi. Skjárinn var virkur að mestu leyti en neðsti parturinn var undir dularfulri grárri hulu og gat ég því ekki notað táknin neðst á skjánum og start takkann. Hann faðir minn fór með elskuna mína til læknisins í dag og er þar verið að vinna að heilbrigði hennar. Ég nota þá á meðan hina tölvuna, sem hefur mjög smátt geymsluminni, vinnsluminni og hvaðeina. Endir.

Monday, September 17, 2007

Franskan fyrir bí

Ég mætti í frönskunámskeiðið (fjórða stig) í dag klukkan 6 eftir að hafa dröslast með rennandi blautt hjólið í strætó. Komst ég ekki að því að við eigum að vera þrjú saman í tímum, ég, einhver þroskaheftur maður og einhver kona sem ruglaðist á dagsetningum og mætti því ekki í dag. Í dag vorum við s.s. að rifja upp hvernig ætti að beygja sögnina être (að vera)-eitthvað sem maður lærir í grunnskóla... Ég skil ekki af hverju þessi maður er á fjórða stigi í frönsku, hann sagðist vera búin að fara í gegnum 1. 2. og 3. stig, en ég meina... þarf ekki að hafa staðist einhverjar ákveðnar kröfur til þess að komast yfir á næsta stig??? Ég lærði nákvæmlega ekkert þessa tvo klukkutíma sem ég var þarna og spjallaði svo við stelpuna sem var að kenna okkur eftir tímann. Hún sagði að ég væri örugglega á fimmta stigi og ætti bara að mæta á morgun. Málið er að ég er í kórnum á þriðjudögun(s.s. á morgun) og það er búið að skrá mig í allskonar ferðir og vesen með kórnum og er mjög erfitt að fara að hætta við núna-og svo langar mig það heldur ekki... Ég get ekkert annað gert nema hætt í frönskunni... Ég held líka a fornámið+franskan hafi verið frekar mikið fyrir mig, þessi skóli sem ég er í er ekkert djók sko, við erum að skila allskyns ritgerðum, verkefnum, skissubók, filmum, stafrænum myndum og fleira. Það er því nóg að gera...
Fyndið... Ég hitti Eyjólf gamla stærðfræðikennarann og han er að fara á FYRSTA stig.... hehe

Sunday, September 02, 2007

Heilbrigði og sál=$$$

Ég sá Sycko um daginn, þarna heimildamyndina frá Michael Moore um heilbrigðiskerfið i BNA... Þetta er alveg fáránlegt!!! Allar aðgerðir og skoðanir sem fólk fer í á spítölum kosta morðfjár, ríkið borgar ekkert af þessu, þannig að fólk þarf að tryggja sig til þess að geta borgað þennan kostnað ef það skyldi nú slasast. Svo kannski færð þú hjartaáfall og þarft að fara í aðgerð, sjúkrahúsið hefur samband við tryggingafélagið þitt um borgun. Svo færð þú bara neitun um peninga fyrir aðgerðinni frá tryggingafélaginu þar sem "aðgerðin er ekki talin líkleg til þess að bjarga lífi þínu", eða er "talin á tilraunastigi", bara svo tryggingafélagið þurft ekki að punga út peningum... Svona gengur þetta fram og aftur þangað til þú kannski færð jákvætt svar við aðgerðinni frá tryggingafélaginu og ferð í aðgerðina. En þá sendir félagið einhvern í það að grandskoða alla þína fortíð áður en þú sóttir um hjá tryggingafélaginu, þá kannski komast þeir að því að þú fékkst hérna sveppasýkingu ári áður en þú tryggðir þig og geta því krafist þess að þú endurgreiðir þeim kostnaðinn fyrir aðgerðina, þó þú hafir kannski verið löngu búin að jafna þig eftir sýkinguna áður en þú tryggðir þig!!! Svo fór Michael að skoða fyrirkomulagið í Kanada, Bretlandi, Frakklandi og á Kúbu. Þar er allt heilbrigðiskerfið innifalið í sköttunum, bæði spítalafarir, tannviðgerðir, lyf eru borguð mikið niður (í einu landinu af þessum þá þarftu að borga bara standard verð fyrir öll lyfin þín, hversu mikið sem þau kosta-allir borga það sama, skiptir ekki máli hversu mörg lyf þú ert að taka, og verðið var eitthvað 600 kall)allt sem viðkemur heilsunni... Allt frítt s.s. Þá fór ég að spá í hvernig þetta væri hér á Íslandi, jú við þurfum nefnilega að borga fyrir þetta allt, kannski ekki alveg eins mikið og í BNA, en við þurfum að borga slatta á móti ríkinu í t.d. tannlæknakostnað, og svo þurfum við að borga fyrir að fara á heilsugæsluna!!! við erum líka að borga slatta fyrir lyfin okkar. Í Frakklandi(allavega í París) er líka ókeypis leikskólapláss fyrir öll börn og nýbakaðir foreldrar fá ókeypis heimilishjálp tvisvar í viku fjórar klst í senn!!! Ég vona svo sannarlega að heilbrigðiskerfið okkar fari ekki að þróast í áttina að fyrirkomulaginu í heilbrigðiskerfi BNA!!!