Monday, January 29, 2007

Dörtí diskar

Hér ætla ég að nefna nokkur dæmi um geisladiska sem ég hef verið að uppgötva og enduruppgötva.

OK Computer(Radiohead)-Þetta eru svolítið dimm lög en þau eru bara svo flott.... Karma Police er bara eitt lítið dæmi um gott lag af þessari plötu!!!

Oh morning glory(Oasis)-Aðeins svona mildari plata heldur en hjá Radiohead og ótrúlega flott lög... T.d. Wonderwall, Don’t look back og margt fleira.

Amèlie(flest lög eftir Yan Tiersen)-Þetta er bara flottast, ég fæ aldrei leið á að hlusta á þessa tónlist, mig langar alltaf í meira þegar ég hlusta á þennan disk.

Dear Catastropie waitress(Belle&Sebastian)-Ótrúlega mikið af skemmtilegum dillirassalegum lögum. Textarnir eru oft svolítið súrir en það er bara gaman.

Illanoise(Sufjan Stevens)-Ok það eru mörg lög þarna sem mér finnst eiginlega ekkert spes en það eru svo mörg sem mér finnst góð að ég get ekki sleppt þessari.


Svo verð ég að nefna nokkra diska sem ég hef fengið æði fyrir í smá tíma, fengið leið á og er orðin húkt á aftur...

The invisible invasion(The Coral)

E-r skrifaður geisladiskur sem ég á með The Bravery

Eyes open(Snow Patrol)


Diskar sem mig langar að eignast:

Queen(greatest hits #1)

Eldri diskar með Red hot chillipeppers

E-a diska með CocoRosie

E-ð með Wolfmother

Diska með the Cure, kannski e-n safndisk

Langar að skoða nánar tónlist Yan Tiersens

Friday, January 19, 2007

Hetjur

Þegar auðjöfrarnir eru komnir í ból
og börnin komin á vit draumanna.
Þá dansa ég trylltan dans.
Því ég er hetja.

En hvar dvelst auminginn,
súri vesalingurinn,
á meðan hetjur hversdagsleikans
stíga dans á götum borgarinnar?

Ég sá mann í húsasundinu.
Hann hélt á flóbitnum hundi.
Flærnar bitu manninn í hálsslagæðina.
Manninum blæddi.
Ég rak ekki upp eitt óp, því ég er hetja.
Hetjur gráta ekki.

Monday, January 15, 2007

Þrívídd jájá

Mikið ofboðslega er þetta töff.... Ég fann svona vefsíðu þar sem sýndar eru þrívíddarmyndir, þið hafið séð svoleiðis, maður á að vera smá rangeygur og einhvernveginn hreyfa augun þannig að þau lendi á sama stað... ekki að hjálpa??? Allavega... Kíkið á þetta, ég setti þetta líka í "nýjir hlekkir" dálkinn....Ótrúlega kúl:)

Saturday, January 06, 2007

Litla viðkvæma Jósa :'(

Hjálpi mér, er heimurinn að farast?

Það kom alveg snælduvitlaus maður á Kaffitár í dag... Hann svoleiðis öskraði og gargaði eins og bavíani, eitthvað í sambandi við kaffi sem hann fékk ekki eða eitthvað... Ok, ég skil að það er pirrandi að lenda í því að stafrsmaður geri mistök og gleymir kannski að búa til kaffið þitt, þú ert kannski búin/nn að bíða í hálftíma eftir kaffi sem kemur ekki, en allir eru mannlegir, meira að segja starfsmenn Kaffitárs... Einnig var Laugardagur, og traffíkin eftir því... Auðvitað er eðlilegt að kannski æsa sig smá á einhverju svona, en að garga eins og vitlaus maður, og að skamma starfsfólkið, á meðan það er að reyna að róa þig niður, og segja þ´vi síðan að þegja, það er algerlega óásættanlegt... Vúps, ég missti út úr mér:"Þeigiði bara sjálfur", þegar maðurinn sagði Haffa, samstarfsmanni mínum, að þegja, þegar hann bað hann um að róa sig. hinir litu á mig og hugsuðu öll það sama,:"ónei, hvað var hún að missa út úr sér?". Heyrðu, maðurinn kastaði að okkur einhverjum kaffibolla og mölbraut hann!!! Fór svo í öryggisverðina og gargaði á þá og sagði að við hefðum sagt honum að þegja!!!!! Öryggisverðirnir komu að afgreiðsluborðinu og Haffi útskýrði hvað hefði gerst og öryggisverðirnir teymdu manninn út úr kringlunni. Ég skalf öll og hristis, kláraði svo að afgreiða manneksjuna sem ég var að afgreiða áður en karlinn mætti, og hljóp inn í kompu.... Þar missti ég mig alveg, og fór að gráta. Ég meina það, Sjitt hvað ég var hrædd, ég vissi ekki hvað myndi gerast! Hvort maðurinn kæmi aftur að lemja mig eða eitthvað...

Hvað er að fólki???????