Sunday, December 24, 2006

ýmislegt

Ojá, getiði hvað!!! Já, var hún Jóhanna ekki bara að eignast litla frænku!!! Litla sæta krúttlega kjút litla frænku:)
Ef ykkur langar að sjá myndir af henni þá getiði smellt á linkinn á síðu systur minnar: Svansa systir held ég að hann heiti:)
Ég er búin að kaupa jólagjöf handa ykkur öllum, Kristínu, Hörpu, Evu og Rut:)

Strætóbílstjórarnir eru víst ekki komnir í jólaskap eins og margur annar:( búin að horfa upp á hann keyra fram hjá mér a.m.k. tvisvar þessa vikuna og ég á harðasta spretti sem ég kemst á...

Ég elska að hafa nýklippt hár:) :Það er svo þægilegt og hreinlegt eitthvað, ég veit ekki, það fylgir þessu einhver undarleg hreinlætistilfinning...

gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár:)

við sjáumst á aðfangadag eða jafnvel seinna:) Ég hlakka til að hitta ykkur, fjölskylda úti í Danmörku....

Friday, December 22, 2006

mynd eftir mig:)

Wednesday, December 20, 2006

krapp

hæhæ, loksins blogga ég... Prófin eru búin og ég er búin að vera að vinna eins og hundur. Ég mætti á þriggja klst æfingu hjá kórnum í gær í Háteigskirkju þar sem við vorum að æfa fyrir tónleikana sem eru í kvöld kl 8. Endilega mætið og hlustið á englaraddir syngja ykkur í móðu... Þetta er ókeypis svo endilega mætið!
Ég var að fá mér svona Myspace dót, og þetta er bara nokkuð sniðugt... Endilega tékkið á þessu hér...
Ég er að fara að sækja einkunnirnar á eftir og kvíði nett fyrir, enda var ég ekkert að standa mig neitt of vel, maður vill ekki vera að láta alla hina líða illa yfir því hversu illa þeim gekk með því að vera eitthvað að ganga vel.... Æji, þetta er búið og gert, ég hef tækifæri til þess að bæta mig í vor.. Þá er bara að nýta þetta tækifæri.
Sjáumst, mér dettur ekkert sniðugt í hug að skrifa svo að ég er hætt..

Monday, December 04, 2006

Bördí

Vá hvað ég var eitthvað dugleg í gær við alla aðra hluti en stærðfræðina. Mamma hélt smáköku boð um 2-3 leitið en fyrir þann tíma hafði ég eiginlega ekkert lært. Ekki nýtti ég mér tímann í smákökuboðinu til lærdóms þar sem litlu frænkurnar mínar voru að horfa á Fuglastríðið, og maður má svo sannarlega ekki missa af þeirri klassík. Svo þegar gestirnir voru búinir að "drattast" burt fórum við á kvöldtónleika í Hallgímskirkju að hlusta á Mótettukór syngja allskyns jólalög. Svo fórum við heim og þá loksins hafði ég einhvern tíma til þess að læra, en ákvað þess í stað að búa til jólakort, ekki má maður reita listadísina til reiði...
Mér gekk samt sem áður bara þokkanlega í þessu stærðfræðiprófi, ótrúlegt en satt, og var því búin að klára minn skammt af stærðfræði tuttugu mínútum áður en próftíminn var uppurinn. Þá nýtti ég mér aukatímann vel og skaust á Kaffitár, sníkti mér út frían, stóran Macchiato og beyglu á afslætti og náði svo strætó til heimferðar. Mmmm beyglan bragðaðist vel og kaffið líka. Ekki leifði ég neinu, enda er "synd og skömm að leyfa svona góðum mat, Nammsílíbaba".