Monday, November 26, 2007

Kvef í líkamanum

Oj kvef. Mér líður eins og nefið mitt sé eldfjall og horrennslisstöðvarnar séu heitur reitur. Ullið brýst fram með ógnarhraða í gegnum hljóðhimnur, inn í kinnholur, ennisholur og út um nefið. Þrýstingsstíflanir skiptast um á að vera í hægra- og vinstramegin í nefholinu og á nokkurra mínútna fresti losnar um þrýstinginn í örfáar sekúndur og þá skal ég sko gjöra svo vel að vakna upp úr íbúfendópuðum blundi mínum og snýta Heklunni... Ég hef sagt það áður og stendi svo sannarlega við fyrri orð mín að kvef er dauði!!! Það er ekki einu sinni hægt að lesa í þessu ástandi. Ekki kemst maður yfir eina blaðsíðu í kiljunni án þess að eldvirknin fari að gera vart við sig. Allt húsið verður undirtekið af snýtipappír og slefi og aldrei-aldrei skal vera til Otrivinur á heimilinu þegar ég fæ kvef...

Wednesday, November 14, 2007

Prepare for downcount!!!

Tuesday, November 13, 2007

Patrísear og plebbar

Ég er að fara til Köben ekki á morgun heldur hinn:D Ég á ógeðslega lítið af peningum en samt ætla ég að eyða geðveikt mikið af peningum. Ég eyddi 9000 kalli í peysukjól um daginn og ég elska hann... Vá hvað ég er mikill pelbbi...

Sunday, November 04, 2007

Terry kallinn...

Var að lesa Small gods e. Terry nokkurn Pratchett uppi í rúmi í gærkveldi. Meðal þess sem stóð á blaðsíðunum er ég las var hin dámsamlega viðlíking: "Time is like a drug, too much of it will kill you". Ég hló ein í myrkrinu.... haha

Thursday, November 01, 2007

Fermingar

Ég beið í strætóskýlinu áðan og hugleiddi fermingar. Fermingin sjálf finnst mér ekkert athugaverður hlutur í sjálfusér, heldur eru það veislurnar sem haldnar eru í kringum þær svo spillandi. Þarna höfum við fjórtán ára ungling sem varla hefur gert upp huga sinn um það hvort hann yfirleitt trúi á nokkurskonar guð. Krakkinn fylgir straumnum af öðrum krökkum sem fara í fermingarfræðslu og tekur þátt í einhverjum umræðum sem eru miður uppbyggilegar margar hverjar. T.a.m. var að taka til í eigum mínum og fann fermingafræðslu-verkefnabók sem ég hafði skrifað niður ákaflega skrítnar hugleiðingar prestsins niður sem svör við allskyns undarlegum spurningum. Það er yfirleitt svo mikið umstang í kringum ferminguna-það þarf að vera stór veisla og góðar gjafir og þeir krakkar sem ákveða að fermast ekki fá oft enga veislu. Þess vegna eru margir sem ákveða að fermast bara til þess að fá veisluna og gjafirnar þrátt fyrir að hafa enga sýnilega trúarþörf. Ég skil ekki alveg þetta konsept að halda heljarinnar veislu fyrir barn sem hefur tekið þá ákvörðun að fermast af því að flestir hafa gert það. Ég er ekki að segja að öll börn ákveði að fermast bara til þess að fá veislu, mörg gera það vegna þess að þau eru mjög túuð(og það er yfirleitt foreldrunum að kenna...). Það er ekki hægt að ætlast til annars af fjórtán ára unglingi en að hann nýti sér þessa leið til þess að eignast nýjar græjur, sjónvarp, peninga og viðurkenningu frá fullorðnu fólki. Væri ekki bara miklu betra að setja í hefð að veislurnar verði haldnar á fjórtán ára afmæli barnsins í stað þess að unglingurinn þurfi að ganga í gegnum einhverskonar túarlega leiðsögn til þess að fá gjafir og "öðlast virðingu fullorðinna"(ekki man ég eftir að fullorðnir hafi litið eitthvað öðruvísi á mig eftir ferminguna). Mér finnst eins og kirkjan sé að "lokka" óhörðnuð börn í trúarlega söfnuði með því að hafa þessar hefðir í gangi og ég væri ekki hissa á því ef kirkjan hefði einhverntíma ákveðið að hafa þessar trúarveislur sem hefð. Fermingarveislan sjálf er ekki einsdæmi og til eru alls konar svipaðar útlistanir af þessu tagi, t.d. Barmitzva í gyðingdómi, blessun hjá Hvítasunnukirkjunni og örugglega líka í fleiri trúarbragðagerðum líka. En já, í stuttu máli sagt þá er ég á móti fermingarveislum og ef ég eignast einhverntíma barn þá ætla ég að segja við það að ég muni ekki halda fermingarveislu fyrir það, hins vegar skuli ég halda stóra afmælisveislu hvort sem það ákveður að fermast eður ei. Ef barnið ákveður að fermast samt sem áður, þá mun ég segja ættingjum frá því og bjóða þeim í kirkjuna og leyfa þeim að ráða hvort þau gefi barninu fermingargjafir, afmælisgjafir eða hvorutveggja...