Wednesday, October 31, 2007

Samtal tveggja

Ég horfði á skuggann
og málaði af honum mynd.
Hann horfði á mig en sá mig ekki.
Ég var ósýnileg honum
en ég sá móta fyrir honum,
yfirleitt,
þó stundum væri hann góður í að fela sig.
Hann vissi samt að ég væri þarna
og hann málaði af mér mynd líka.
Ég sá myndina og hún var alveg eins og ég.
Þegar hann sá myndina af sér þá hló hann.
Ég hafði gert hann allt of feitan.

Friday, October 19, 2007

horfðu á þetta...

Hér er ca 2. klst heimildarmynd um trúarbrögð og hvernig kristni er í raun ekki til... Er ekki búin að horfa á þetta allt en það sem er komið er mjög áhugavert:)

Thursday, October 18, 2007

nótæm

Ég þarf að gera svo mikið um helgina, ég hef ekki neinn tíma... Við fengum ca. 12 myndir, bæði ljósmyndir og málaðar, frá ljósmyndakennaranum og við eigum að gera endurgerð af þeim með myndavélinni. Tvær af þeim eru nektarmyndir(er að spá í að nota dúkku eða eitthvað-nema þú viljir vera módel...). Svo eigum við að taka tólf myndir fyrir tölvutímann, þetta á að vera eitthvað þema og svo setjum við myndirnar í dagatal-sem við búum til sjálf í forriti sem ég skil ekki... Svo á ég ennþá eftir að skrifa faglegan texta um einhverja grein innan myndlistarinnar, ég er búin að velja mér vöruhönnun(hönnun húsgagna, söluvarnings, umbúða, skartgripa o.fl.) sem umfjöllunarefni og ég er s.s. búin að skrifa tvær setningar... oh...Og já, bæðevei, ég er að vinna um helgina!!!

Wednesday, October 03, 2007

kindurnar brostu til mín

Ég fór í óvissuferð í gær. Við vorum látin horfa á kindur húðflettar... Það var blóð á gólfinu og á svuntunni hennar Beggu. Kindahöfuðin störðu á okkur. Starfsfólkið át spaghetty bolognese í hádeginu en það var allt í lagi því þetta var nautahakk.

Ég var ljóðræn í Eymundsson í dag:

Brosið þitt er bling.
Það berst með ljóshraða
og ég sé það samstundis.
"Sé þig á morgun
og brosið þitt".