Samtal tveggja
Ég horfði á skuggann
og málaði af honum mynd.
Hann horfði á mig en sá mig ekki.
Ég var ósýnileg honum
en ég sá móta fyrir honum,
yfirleitt,
þó stundum væri hann góður í að fela sig.
Hann vissi samt að ég væri þarna
og hann málaði af mér mynd líka.
Ég sá myndina og hún var alveg eins og ég.
Þegar hann sá myndina af sér þá hló hann.
Ég hafði gert hann allt of feitan.
og málaði af honum mynd.
Hann horfði á mig en sá mig ekki.
Ég var ósýnileg honum
en ég sá móta fyrir honum,
yfirleitt,
þó stundum væri hann góður í að fela sig.
Hann vissi samt að ég væri þarna
og hann málaði af mér mynd líka.
Ég sá myndina og hún var alveg eins og ég.
Þegar hann sá myndina af sér þá hló hann.
Ég hafði gert hann allt of feitan.