Friday, August 31, 2007

Jóhanna Rebel

Var í tölvuvinnslu um daginn í skólanum og tók með mér HP kjöltutólið mitt(PC laptop). Einnig vorum við eitthvað að nota veraldarvefinn og notaði ég til þess Internet Explorer. Kennarinn okkar, Brooks (borið fram Brúx:D), er Macintosh og Firefox aðdáandi og fyrirlítur Internet Explorer og PC tölvur... Hann hélt langar ræður um hvernig PC fyrirtæki væru að reyn aða ná heimsyfirráðum og vildu hafa algera stjórn á öllum stafrænum ljósmyndum í alheiminum og blablabla... Mér leið svona eins og uppreisnarseggi, að ég skuli þora að bjóða kennaranum svona í byrginn!!!
Ég sá Astrópíu um daginn með Mömmu, Mæju systur hennar og Emmu konu tvíbura mömmu. Myndin er alveg fantagóð og gömlu kellurnar skelltu oft upp úr. Söguþráður myndarinnar er kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir, en þrátt fyrir vondan söguþráð þá gerir hópurinn þetta bara svo vel og brandararnir eru snilld... Ég meina, söguþráðurinn í Ice Age var aldrei neinar heilaskurðlækningar, en myndin var meira um persónurnar sjálfar frekar en einhvern söguþráð... Stundum er söguþráðurinn bara örþunnur silkiþráður og ómerkilegur(líkt og í Ice Age, Astrópíu,...) og stundum er hann þykkt garnaprjón(eins og í The Others, Sixth Sense,...). Hvort heldur er, þá finnst mér gott að geta horft á báða enda kvikmyndagerðarinnar. Hvað finnst ykkur?

Wednesday, August 22, 2007

Rónasaga

Ég og Rónar... úff
Við hittum eina konu, Tönju, í Marseille og fórum út að borða með henni. Á leiðinni í bæinn í leit að veitingastað byrjaði einhver gamall róni að arga eitthvað til okkar og við litum allar undan. Svo stóð hann upp og byrjaði að elta okkur svo við skokkuðum í burtu, nokkuð vissar um að hann myndi eki ná okkur, hann var jú blindfullur.. En svo var ekki raunin, hann hljóp nú fantahratt og náði að grípa í vinstri höndina á mér og byrjaði að knúsa hana!!! Svo mumlaði hann eitthvað á frönsku og sagðist elska mig... Tanja ákvað að bjarga mér og sagði honum að sleppa mér, en hann neitaði og ég var farin að slá létt í hann svo hann myndi sleppa mér en ekkert virkaði. Þá ýtti Tanja í hann og hann sleppti takinu. Hann gerði sig líklegan til þess að elta okkur aftur og þá skammaði Tanja bjargvættur hann... Svo hlupum við hratt í burtu allar þrjár. Seinna um kvöldið vorum við farnar að hlægja að þessu og veltum líka fyrir okur af hverju róninn hafi ákveðið að grípa í höndina á mér... Jah, vinstri höndin á mér hlýtur nú bara að vera svona kynþokkafull, og þar við sat...