Kennileiti persónu
Þegar ég lít upp sé ég glitta í höfuð hans ofan á húsþaki. Hann hefur verið að sóla sig þarna uppi, hugsanlega að reykja- í bleikri skyrtu. Ég tók eftir því hverju hann klæddist en ekki hvernig andlit hans leit út, Ef ég hitti hann fimm mínútum seinna úti á götu myndi ég ekki þekkja hann. Ef hann hefði verið bera að ofan hefði ég líklegast tekið mest eftir skyrtuleysinu, en ef fataleysi væri alls ekkert óeðlilegt og fólk væri yfirleitt nakið úti á götu hefði ég þá betur tekið eftir andliti hans eða hefði ég frekar tekið eftir bringuhárum/bringuháraleysi hans?
Ef allir hefðu nákveæmlega sama eins líkama væri fólk þá minna feimið við að sýna þá? Fólk hefur mjög mismunandi andlit en a.m.k hérlendis er ekkert tiltökumál að sýna þau, andlit okkar og líkamar eru kennileiti sem hægt er að þekkja okkur af. Með því að bera búrkur eru konur þá að eyða kennileitum sínum?
Ef allir hefðu nákveæmlega sama eins líkama væri fólk þá minna feimið við að sýna þá? Fólk hefur mjög mismunandi andlit en a.m.k hérlendis er ekkert tiltökumál að sýna þau, andlit okkar og líkamar eru kennileiti sem hægt er að þekkja okkur af. Með því að bera búrkur eru konur þá að eyða kennileitum sínum?