Örlitlar bárur á vatnsfletinum bjaga spegilmynd fjarðarins. Það er eins og sjórinn hafi fótósjoppað fjallið. Ég stíg aðeins nær, sko... Nú er ég líka fótósjoppuð. Stelpan í vatninu er ekki með jafnmarga fæðingarbletti, jafn veglegt nef og ekki jafn stórar mjaðmir og ég. Er Hún þá Ég? Ég sest á hækjur mér, teygi höndina út í vatnið. Hún teygir hönd sína í himininn. Ég gríp í hönd hennar, hún grípur í hönd mína. Ef ég toga, togar hún líka og mun ég þá enda sem fótósjoppuð mynd hennar á örlítið báruðum vatnsfletinum?