Wednesday, May 19, 2010

Útilega

Flíspeysan strýkst upp við gerfiefnið í útilegustólnum. Mýflugan sveimar í kringum höfuðið og sest í hárið. Tóm augu horfa á sólarlausan himininn og þögnin í kring er mettandi. Döggin í grasinu bleytir upp bómullarsokka og sandala með frönskum rennilás sem liggja við berar fætur. Inni í tjaldi bíður kaldur brakandi svefnpoki eftir því að hlýr líkami hiti hann upp.

Friday, May 14, 2010

Bækur og albúm




Þessar þrjár ljósmyndir var ég með á sýningunni í Kubbnum um daginn. Einnig var ég með dularfullt fjölskyldualbúm...


Sunday, May 09, 2010

"Ljósmyndin sem sjálfstæður miðill í myndlist"

Sýning í Kubbnum, myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, Reykjavík

dagana 12. maí - 14. maí 2010
Opnun: Miðvikudaginn kl. 14:00 - 16:00
Opið virka daga frá kl. 9:00 - kl 16:00

Miðvikudaginn 12. maí kl 14:00 opnar ljósmyndasýning í Kubbnum,
sýningarrými myndlistardeildar Listaháskóla Ísland.

Nemendur á fyrsta og öðru ári í myndlistardeild hafa í sex vikur
unnið með ljósmyndina útfrá mismunandi nálgun og sjónarhornum undir
listrænni umsjón myndlistarmannsins Erlu S. Haraldsdóttur.

Sem dæmi um verkefni má nefna; "Sjálfsmyndin/ Selfportrait,
"Fjölskyldumyndin/ "Intimate life" og "Frásögn í ljósmyndun"/ "The
contructed narrative".


Á þessari litríku sýningu í Kubbnum sýna nemendurnir:

ARNÓR KÁRI EGILSSON,

GUÐNÝ HRÖNN ANTONSDÓTTIR,

HALLA ÞÓRLAUG ÓSKARSDÓTTIR,

JÓHANNA MARÍA EINARSDÓTTIR,

KATLA STEFÁNSDÓTTIR,

KATRÍN ERNA GUNNARSDÓTTIR,

KRISTÍNA AÐALSTEINSDÓTTIR,

LILÝ ERLA ADAMSDÓTTIR,

UNA GUNNARSDÓTTIR

Verið hjartalega velkomin!