Sunday, March 18, 2007

Ergelsi

Tölvan í vinnunni ákvað að við værum þess eki verð að vera nettengd, svo að fyrri hluta dagsins þurftum við að biðja kúnnana um að vinsamlegast borga með peningum, vegna þess að kortalesarinn, sem er tengdur veraldarvefnum, var í ólagi!!! Þess vegna hrönnuðust upp allskyns óborgaðar pantanir þar sem fólk þurfti vinsamlegast að hlaupa í hraðbankann og taka út pening. Þetta var frekar stressandi og eiginlega réttara sagt hræðilegt því í ofanálag er í gangi Kringlukast og því eru allir viðskiptavinir sem og starfsfólk Kringlunnar ringlaðir og pirraðir, sérstaklega þar sem jólasnjórinn og frostharkan ákváðu að láta sjá sig á mjög röngum tíma-sólin lofaði að koma með vorið, en sveik, eins og svo oft áður!!! Nokkrir bollar og diskar voru brotnir eins og svo oft áður, "diskurinn var sleipur", eða" úps, ég snéri mér of fljótt með tonn af bollum á bakkanum" voru setningar sem ekki óvíða heyrðust frá afgreiðslufólki.... Ég get þó huggað mig við það að uppþvottavélin ákvað ekki í dag að "blæða" út um allt gólf eins og einu sinni! Vonum bara að það gerist aldrei aftur...

Tuesday, March 06, 2007

Hvað?

Ég er bara hugsun í tímans hafi
Alveg eins og þú.
Hvergi finnast kórallar vitundar minnar,
hvorki djúpt í höfði mér né á yfirborðinu.
Ekki er allt sem sýnist, og þó?

Friday, March 02, 2007

Hver er sinnar gæfu smiður?

Á 5U síðunni er horn sem kallast brandarahorn Jóhönnu. Ekki veit ég hvernig hornið kom til eða hvers vegna, en í fyrsta skiptið hef ég sett þangað brandara sem er í rauninni fyndinn, allavega að mínu mati. Ýtið á hlekkinn og lesið neðstu romsuna og hlægið!