Gegnvot
þegar ljósgeislarnir belja
á rúðunni
og trjágreinarnar tvístrast
í norðurátt,
á Jónsmessu,
og ég skal hlaupa nakin út í storminn
leyfa honum að umlykja
í nótt smjúga í nótt.
Hann hótaði að rigna en ég friðmæltist við hann með því að skyrpa á götuna
Og snjókornin
lenda svo ónáttúrulega ummerkjalaus
á skraufþurri stéttinni
Þú meintir,
hins vegar
eitthvað allt annað
þegar þú
sagðist-
bara ætla að bleyta
bara lærin mín
bara þar
bara dögg
bara