Thursday, September 24, 2009

Reykjavík Round-up/Réttir

Miðvikudagur
fyrsti dagur Rétta
Sá:
For a Minor Reflection(FaMR)
Ólaf Arnalds(eitt lag)
Skelk í Bringu
og Hanne Hukkelberg

FaMR var mjög fín:D það var skrítinn listamaður8með eilífðarplömmer) á sviðinu með þeim að mála málverk af tónlistinni. Fannst mér útkoman ekkert sérstök, heyrði líka að hann hafi gert þetta með fleirum hljómsveitum, og einhverjum frægum og þetta líti allt voða svipað út...
Ólafur Arnalds var einum of rólegur og spilaði ekki neitt nýtt... Við Eva fórum snemma
Skelkur í bringu var... hmmm öðruvísi:D Svona frekar aðeins of pönkað fyrir minn smekk, en mér fannst byrjanirnar á lögunum mjög góðar og lofa góðu þangað til Steinunn fór að öskra, hehe... En það var bara gaman:D
Hanne Hukkelberg stóð uppúr að mínu mati. Hún er norsk söngkona sem hefur spilað alls konar tónlist með alls kyns hljómsveitum, en þarna var hún "sóló" með trommara og rafmagnsgítarspilara... Hún hefur sjúkt flotta rödd og lögin voru áhugaverð og smá grípandi, er viss um að við aðra hlustun verði þetta ein af uppáhaldstónlistamönnunum mínum:D

Fimmtudagur
annar dagur Rétta
er að fara að sjá:
The state, the market and the DJ, er að njóta núna Myspace-ins þeirra:D
Kannski Mugison, fer eftir gæðum ofangreindrar hljómsveitar
og Hjálmar

mmmm hlakka bara til:D

Saturday, September 19, 2009

Ég er ein af þeim

Óþveginn maður gengur að mér
augun fjólublá.
Býður mér góðan daginn og hneigir sig.
Biður mig um að hjálpa sér
en áður en ég veit hvað það er
segi ég nei og geng framhjá.

Saturday, September 12, 2009

Jette brå

Ég hitti Svía í gær með helíumrödd...