Hollenskur Hasselhoff
Í júlí og ágúst verð ég ekki á landinu. Ég verð í Amsterdam að vinna á flottu kaffihúsi með góðu kaffi og frábæru samstarfsfólki og awesome viðskiptavinum. Það verður æðislegt veður og ég mun hjóla á fínu hjóli um Amsterdam á þægilegu hjóli í fierce outfitti og blaktandi hár í heitum vindinum. Svo förum við Helga á kaffihús á kvöldin, slöppum af og fáum okkur kokteil eða eitthvað mildara.
hmmm...
Í staðinn verður þetta svona... Ég kem til Amsterdam í júlí í viðbjóðslega heitu veðri, loftið mun lykta eins og gamall hampur og holræsi. Ég mun svitna eins og blautt viskustykki í enda uppvasks við að draga þungu ofhlöðnu og illa skipulögðu töskuna mína heim til Helgu. Ég fæ vonandi vinnu. Örugglega á kaffihúsi með skítuga expressóvél og mjólkurstút þakinn brenndri mjólk og samstarfsfólkið talar bara hollensku og þýsku. Viðskiptavinirnir vilja bara fá ofsoðna þurra froðu á einfalda latte með þreföldu sírópsskoti to-go drykkina sína, ef það má kalla drykki. Það verður annaðhvort of heitt til þess að lifa eða of kalt til þess að vera úti og hjólið sem ég þarf að leigja/kaupa dýrum dómum verður ryðgaður blikkhaugur með beygluðum hjólum og ónýtri bjöllu á. Hvern morgun, eftir sveittan hjólreiðatúr mun hárið mitt vera eins og loðinn rassinn á Hasselhoff og ég mun klæðast ljótum sveittum notuðum búning frá kaffihúsinu hvern dag. Á kvöldin verð ég of þreytt til þess að fara nokkuð. Og, já ég mun brenna í hársverðinum, á bringunni og á úlnliðunum...
jah...
Ætli millivegurinn sé ekki raunin:D
Þetta verður bara skemmtilegt.
hmmm...
Í staðinn verður þetta svona... Ég kem til Amsterdam í júlí í viðbjóðslega heitu veðri, loftið mun lykta eins og gamall hampur og holræsi. Ég mun svitna eins og blautt viskustykki í enda uppvasks við að draga þungu ofhlöðnu og illa skipulögðu töskuna mína heim til Helgu. Ég fæ vonandi vinnu. Örugglega á kaffihúsi með skítuga expressóvél og mjólkurstút þakinn brenndri mjólk og samstarfsfólkið talar bara hollensku og þýsku. Viðskiptavinirnir vilja bara fá ofsoðna þurra froðu á einfalda latte með þreföldu sírópsskoti to-go drykkina sína, ef það má kalla drykki. Það verður annaðhvort of heitt til þess að lifa eða of kalt til þess að vera úti og hjólið sem ég þarf að leigja/kaupa dýrum dómum verður ryðgaður blikkhaugur með beygluðum hjólum og ónýtri bjöllu á. Hvern morgun, eftir sveittan hjólreiðatúr mun hárið mitt vera eins og loðinn rassinn á Hasselhoff og ég mun klæðast ljótum sveittum notuðum búning frá kaffihúsinu hvern dag. Á kvöldin verð ég of þreytt til þess að fara nokkuð. Og, já ég mun brenna í hársverðinum, á bringunni og á úlnliðunum...
jah...
Ætli millivegurinn sé ekki raunin:D
Þetta verður bara skemmtilegt.